Sunnudagur, 6.5.2018
Fylgi Svíþjóðardemókrata er nú 3,4 sinnum meira en 2010 (og af ÍÞ)
Fylgið var 5,7% í kosningum í ríkisþingsins 2010, 12,86% 2014 (eru með 47 þingmenn af 349) og er nú 19,4% skv. skoðanakönnun birtri í gær.
Svíþjóðardemókratarnir sem eru utan fylkinga [vinstri og hægri flokka] mælast með 19,4% sem gerir fylgisaukninguna 0,6% frá síðasta mánuði. Flokkurinn með 15,4% í febrúar síðastliðnum og er talið að fylgið gæti farið hækkandi fram að kosningum. Þessi aukning er þrátt fyrir að ýmsir trúnaðarmenn og kjörnir fulltrúar flokksins hafa yfirgefið hann að undanförnu og gengið til liðs við nýtt framboð (mbl.is).
Menn skyldu ekki láta sér á óvart koma, að þróunin hér á landi geti orðið eitthvað í líkingu við þessa fylgisaukningu Svíþjóðardemókrata næsta áratuginn og lengur. Íslenska þjóðfylkingin er vitaskuld sjálfstæður flokkur sem endurtekur ekki eins og páfagaukur það sem neinir erlendir flokkar boða, en ljóst er, að þessi sænski flokkur er að benda á, að pottur er nú víða brotinn í sænskum borgum og að jafnaðarmannaflokkurinn (sósíaldemókratar) leiddist á villubraut fyrir mörgum árum og mun seint eða aldrei takast að bæta að fullu fyrir það. Þó er jafnvel hann farinn að lagfæra stefnu sína, ólíkt vinstri mönnum á Íslandi, sbr. að nú vill flokkur Stefans Löfven, forsætisráðherra og formanns Jafnaðarmannaflokksins, "skera niður viðtöku flóttamanna um helming," eins og Páll Vilhjálmsson blaðamaður bendir á, ennfremur:
"Aumingja Logi [Einarsson] verður einn krata um það á Norðurlöndum að vilja hleypa flóttamönnum óhindrað í velferðarkerfið. Viðtaka flóttamanna kostar sex til sjö milljarða á ári. Logi vill setja meira í hítina.
Kratismi Loga er séríslenskur,"
segir Páll að endingu. Og þetta á líka við um stefnu Vinstri grænna og Pírata!
Svo sannarlega verður, auk annarra mála, tekizt á um innflytjenda- og moskumál í komandi kosningum til borgarstjórnar 26. maí næstkomandi. Fordæmi skandinavísku landanna á liðnum árum má verða okkur þar víti til varnaðar -- þvílíkt sem þau lönd hafa mátt þola vegna síaukinnar islamsvæðingar margra byggðarlaga þar og ekki sízt vegna ófarsælla áhrifa á öryggi skandinavískra sem og múslimskra kvenna.
Jón Valur Jensson.
Svíþjóðardemókratar bæta við sig | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Norræn lönd | Aukaflokkar: Innflytjendamál, Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:45 | Facebook
Athugasemdir
Sæll Jón Valur
Ég vona að Svíðjóðardemokrata eru stærst í kosning sem fer fram í September næst. það er alveg hægt þegar það er ljóst að Social Demokrater eru að breyta þeirra stefnur vegna þeim.
Merry (IP-tala skráð) 6.5.2018 kl. 20:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.