Fimmtudagur, 4.1.2018
Röng ákvörðun utanríkisráðherra
Ætli fari ekki að fara um kumpána eins og Guðlaug Þór og hans fylgjendur, þegar Donald Trump er strax farinn að láta verkin tala gagnvart Sameinuðu þjóðunum. Það ruglar kannski menn í ríminu að stjórnmálamenn eins og Trump skuli framfylgja því sem hann sagði fyrir kosningar. Að Guðlaugur Þór skuli hreykja sér af því að fylkja sér á bak við lönd eins og Venusúela, Qatar, Saudi-Arabíu, Sýrland, svo dæmi séu tekin. Það virðist engan endi ætla að taka hversu vitlausa utanríkisráðherra við höfum, þeir eru greinilega ekki starfi sínu vaxnir. Guðlaugur Þór hefði kannski átt að kynna sér söguna áður en hann réð því að ganga gegn réttmætri ákvörðun Ísraelsríkis að gera Jerúsalem að höfuðborg sinni.
Nú þegar hafa Bandaríkin hafist handa gagnvart Sameinuðu þjóðunum, og þetta er einungis byrjunin, því á eftir fylgir niðurskurður frá Bandaríkjunum til friðargæslu, matvælatofnana, svo lengi mætti telja, sem hafa verið á vegum Sameinuðu þjóðanna. Sameinuðu þjóðirnar verða aldrei svipur hjá sjón, þökk sé arfavitlausum leiðtogum þjóða sem hafa verið betlikerlingar á Bandaríkjunum.
Íslenska þjóðfylkingin taldi og telur að fulltrúar á vegum Íslands verði að hugsa aðeins lengra en um skammtíma vinsældir meðal navívista. Þeirra afstaða kemur til með að ráða hvar Ísland og íslenska þjóðin stendur um ókomin ár.
Í þessari atkvæðagreiðslu átti fulltrúi Íslands að greiða atkvæði með að Jerúsalem yrði höfuðborg Ísraelsríkis, og hefðu þeir ekki treyst sér til þess, þá alla veganna að sitja hjá.
Ef rétt væri, ætti Guðlaugur Þór að segja af sér embætti vegna embættisafglapa.
Guðmundur Karl Þorleifsson, formaður Íslensku þjóðfylkingarinnar.
Skerða framlög til Sþ um 258 milljónir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Bandaríki Ameríku | Aukaflokkar: Islam, múslimar, Mið-Austurlönd, Stjórnmál og samfélag, Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 20:17 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.