Fjöldi múslima í Evrópu stórlega vanmetinn

Í ljós kom að mat Pew Institute á fjölda þeirra í 28 ESB-ríkjum auk Noregs og Sviss var vanáætlaður um fimm milljónir!

Pew "ákvað að telja ekki með" rúml. milljón hælisleitenda í Þýzkalandi 2015-16 "af því að ekki er búizt við að þeir fái stöðu flóttamanna". Pew hafði talið 4.130.000 múslima vera í Þýzkalandi (6,3% landsmanna), en sú tala stenzt sem sé ekki.

Á Spáni voru múslimar taldir 1.180.000 í mati Pew (2,6% landsmanna), en voru vanmetnir um 739.000, því að Samband islamskra samfélaga á Spáni (Unión de Comunidades Islámicas de España, UCIDE) telur að múslimar á Spáni í árslok 2016 hafi verið 1.919.141, þ.e. 4,1% landsmanna, en matstölur UCIDE "are widely recognized in Spain as the most accurate assessment of the Muslim population in that country." (How Many Muslims in Europe? Pew´s Projections Fall Short, aðalheimild hér*).

Í Frakklandi hafði Pew talið múslima 5.720.000 (8,8% lands­manna), en viðurkennir að "Frakkar hafa ekki mælt fylgjendatölu trúarbragða í manntali frá 1872." Samt taldi Pew unnt að meta þennan fjölda áhanganda og iðkenda islamstrúar.

En milljónir múslima í Frakklandi dyljast frá skráningu. Yves Mamou skýrir það:

"This figure [six million] does even not take into consideration the Muslim population that immigrated to France from North Africa in the 1960s and early 1970s. There are a few million of them — nobody knows how many exactly. They became French very early, and for demographers, their grandchildren and great-grandchildren are not regarded as immigrants anymore. These Muslims are, rather, integrated into statistics as French citizens born of French parents. They are Muslim, but under the statistics radar."

Í Austurríki mat Pew múslimana 600.000, 6,9% landsmanna, en Österreichische Integrationsfonds (ÖIF), stofnun á vegum utanríkisráðuneytisins, metur múslimafjöldann í Austurríki 700,000, þ.e. 7,9%. 100.000 manna mismunurinn virðist ekki mikill, en hefur stórhækkandi áhrif á útlitsmatið árið 2050. Samkvæmt hæsta matinu þá gætu múslimar orðið 350.000 fleiri en áður var talið, þ.e. "nearly 25% according to the ÖIF, compared to 19.9% according to Pew." 

Samkvæmt lægsta fólksfjöldamati Pew fjölgar múslimum í löndunum þrjátíu úr 25,8 milljónum 2016 í 35,8 milljónir árið 2050. Í þessu mati var gert ráð fyrir algerri stöðvun á innflutningi múslima frá þessu ári til 2050 og þetta haft til viðmiðunar, en vitaskuld mun það ekki standast sem forsenda fólksfjöldamats.

Miðmat Pew var að áframhaldi á núverandi straumi til Evrópu, annarra en hælisleitenda, og myndu múslimum þá fjölga úr 25,8 milljónum 2016 í 35,8 milljónir 2050.

Hæsta mat Pew "projects the record flow of refugees into Europe between 2014 and 2016 to continue indefinitely into the future with the same religious composition — namely Islamic — in addition to the typical annual flow of regular migrants. In this scenario, the number of Muslims could reach 75.6 million, or 14% of Europe´s population by 2050 — nearly triple the current share."

En jafnvel þetta mat er nú einsýnt að verði að hækka, því að byrjað var með fimm milljónum of lágar matstölur nú, og það hefur stórfelld áhrif, því að hvort tveggja er, að múslimar tímgast hraðar og með fleiri fæðingum en þær þjóðir, sem fyrir eru í Evrópu, og eins hitt, að gert er ráð fyrir, að meðal þessara síðarnefndu þjóða verði 10% fólksfækkun (vegna lítillar tímgunar frá því að komið var fram undir aldamótin, en hinar fjölmennu eftirstríðskynslóðir verða þá farnar að týna tölunni í stórum stíl).

Þetta, skv. hæsta matinu, eru all-hrikalegar tölur í reynd, jafnvel þótt ekki sé þar gert ráð fyrir 5 milljóna skekkjunni í byrjun:

  • In Germany, the Muslim population would increase from 4,950,000 (6%) today to 17,490,000 (around 20%) by 2050 in the high scenario, compared to 11% in the medium scenario and 9% with no further Muslim migration.
  • In France, the Muslim population would increase from 5,720,000 (8.8%) today to 13,210,000 (18%) by 2050 in the high scenario, compared with 17.4% in the medium scenario and 12.7% with no further Muslim migration.
  • In Britain, the Muslim population would increase from 4,130,000 (6.3%) today to 13,480,000 (17.2%) in the high scenario, compared to 6.7% in the medium scenario and 9.7% with no further Muslim migration.
  • In Belgium, the Muslim population would increase from 870,000 (7.6%) today to 2,580,000 (18.2%) in the high scenario, compared to 15.1% in the medium scenario and 11.1% with no further Muslim migration.

Og í næstu nágrannalöndum okkar:

Under the high-migration scenario, for instance, the Muslim population of Sweden — a formerly homogeneous Christian country — would reach nearly one-third (30.6%) of the overall population by 2050, Norway 17%, Britain 16.7%, Denmark 16%, and Finland 15%.

 

Pólland hefur hins vegar allt aðra innflytjendastefnu. Þar myndi múslimum fjölga úr 0,1% landsmanna nú í 0,2% árið 2050!

En hver skyldi verða affarasælust stefna í þessum málum fyrir okkur Íslendinga? Endilega tjáið ykkur um það!

JVJ.

* Greinina ritar Soeren Kern, Senior Fellow at the New York-based Gatestone Institute.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sælir

Mjög áhugavert

Eru þessi tölur með það mjög mikla fæðingartíðni múslima?

Sérhver mynd af Rohingyas sýndi mjög ungum mæðrum með að minnsta kosti 4 mjög ungum börnum.

Ég get séð að ef ekkert er gert til að stöðva þetta í Evrópu, þá verður annar Serbía eða Myanmar áður en múslimar geta tekið yfir.

Merry (IP-tala skráð) 17.12.2017 kl. 12:25

2 identicon

Ég held að marga vill flytja til Pólland þá.

Merry (IP-tala skráð) 17.12.2017 kl. 19:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband