Áherslur Íslensku þjóðfylkingarinnar í mennta- og menningarmálum


Íslenska þjóðfylkingin vill gera átak í að laga fjár­hags­stöðu fram­halds­skól­anna og háskól­anna. Sér­stak­lega verður horft til þess að styrkja og efla nám á lands­byggð­inni. Til þess viljum setja einn millj­arð strax og svo við­bótar­fjármagn eftir nánari skoðun á fjárhags­stöðu menntastofnana.

Íslenska þjóðfylkingin vill endurskoða lög um Lána­sjóð íslenskra náms­manna og færa lánveit­ingar frá bönkunum alfarið yfir í lánasjóðinn. Flokkurinn vill að námsmönnum verði strax við upphaf náms greidd út sú framfærsla sem þeir eiga rétt á. Að auki vill flokkurinn afnema tekjutengingar, þannig að námsmenn sem það kjósa geti unnið án þess að verða fyrir skerðingu. Flokkurinn er líka opin fyrir hugmyndum um að hluti lána breytist í styrk að gefnum uppfylltum ákveðnum forsendum. Ekki verði tekin skólagjöld af Íslendingum eða ríkisborgurum þeirra landa sem taka ekki skólagjöld af íslenskum ríkisborgurum.

Íslenska þjóðfylkingin vill endurskoða styttingu framhaldsskólans og afnema þá reglu að 25 ára og eldri hafi nánast engan möguleika á að sækja um nám í framhaldsskólum. Flokkurinn vill að stuðla að hugarfarsbreytingu til iðnnáms og listnáms með því að fjölga framhaldsskólum sem bjóða upp á þær greinar.


Std.Ssts. tíndi saman.


mbl.is Mun fleiri hafa kosið utan kjörfundar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband