Fimmtudagur, 28.9.2017
Þörf og vís innlegg í umræðu vegna flóttamannapólitíkur Rauða kross Íslands
Hingað, á Moggablogg Íslensku þjóðfylkingarinnar, bárust í nótt og í morgun nokkur hörkugóð innlegg í umræðu um mál hælisleitenda, flóttamanna og Rauða krossins. Því miður birtust þau talsvert eftir á, en eru hér:
Jón Steinar Ragnarsson, 28.9.2017 kl. 03:53
Ég sendi reyndar alþjóðlega Rauða krossinum fyrirspurn um það hvort þeir séu nýfarnir að skilgreina sig sem pólítísk samtök með ákveðna pólitíska slagsíðu og hvort afskipti fulltrúa þeirra af innanríkismálum landa sé á stefnuskrá þeirra. Spurði líka hvort það að þeir beittu áhrifum sínum í kosningabaráttum sé eitthvert nýnæmi sem við megum búast við í framtíðinni.
Skora á fleiri að fara inn á heimasíðu þeirra og spyrja. (International Red Cross)
:)
Jón Steinar Ragnarsson, 28.9.2017 kl. 04:45
Ég hef fullar efasemdir um að lögfræðingur þessarar stofnunar geti stillt sér upp sem álitsgjafa fyrir hönd stofnunarinnar. Það er afar ósennilegt að það sé hennar hlutverk né í hennar verkahring. Maður spyr sig hvort það er engin yfirstjórn í þessum samtökum eða hvort Pétur, Páll, Jón og Gunna geti tjáð sig opinberlega fyrir hönd stofnunarinnar.
Jón Steinar Ragnarsson, 28.9.2017 kl. 04:50
Hvað stór hluti þeirra 7 þúsund milljóna sem teknir hafa verið úr sameiginlegum sjóðum okkar á þessu ári, til þessa málaflokks, kemur í hlut Rauða krossins?
Það fer enginn að slátra mjólkurkúnni! Frá þeim sjónarhól ber að túlka skoðanir lögfræðings RKÍ.
Gunnar Heiðarsson, 28.9.2017 kl. 08:53
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Innflytjendamál, Islam, múslimar, Mið-Austurlönd, Spilling í stjórnmálum | Facebook
Það er nýnæmi í því að Rauði krossinn sé kominn á kaf í pólitík og flokkpólitískan áróður í miðri kosningabaráttu. Hélt að þeirra styrkur hafi hingað til falist í hlutleysi. Það sé jafnvel grundvöllur samtakanna.