Sunnudagur, 24.9.2017
"Gervi-hælisleitandi" að verki á Hagamel?
Er það rétt, sem Sveinn R. Pálsson hermir, að gerandinn í þessu óhugnanlega máli á Hagamel hafi verið "gervi-hælisleitandi"?*
Er þá mynztur sem þekkist frá Noregi** farið að eiga sér stað hér?
Sé eitthvað til í þessu, gefur það augljóslega ástæðu til að láta ekki umfjöllun hælisleitendamála dragast úr hömlu, sem og að framfylgja sem fyrst brottvísunarúrskurðum, áður en í óefni er komið, eins og átti sér einmitt stað í tilfelli Marokkómannsins vanstillta sem fekk brottvísunarúrskurð í janúar sl., en átti síðan glæpa- og vandræðaferil hér, unz hans var dæmdur af Hæstarétti í gæzluvarðhald fyrir nokkrum dögum (og gildir fram í október).
Hér er í raun ekkert fullyrt um atburðinn á Hagamel og ekkert gefið um nein smáatriði um eðli þessa sorglega verknaðar eða hver gerandinn nákvæmlega var; í bili vitum það eitt, samkvæmt viðtengdri frétt, að hann var erlendur karlmaður á fertugsaldri. Við verðum að bíða niðurstöðu rannsóknar lögreglu og dómsúrskurðar, áður en neitt annað verði fullyrt hér í reynd.
* Sjá innlegg Sveins hér í morgun, 24.9.2017, kl. 07:43.
** Þ.e., að í stað þess að hlíta brottvísunarúrskurði grípi tilhæfulaus hælisleitandi til þess örþrifaúrræðis að skaða annað fólk (það sama gerðist í tilfelli Úzbekistan-mannsins í Finnlandi, sem framdi morð). Við þekkjum hins vegar dæmi þess hér, að hælisleitandi hafi skaðað sjálfan sig: þegar einn þeirra kveikti í sjálfum sér. Um ástæður drukknunar annars hælisleitanda, frá Georgíu, í sjálfum Gullfossi vitum við hins vegar ekki.
PS. 26/9: Það reyndist vera rétt, að hinn grunaði er erlendur hælisleitandi, sjá hér: http://www.visir.is/g/2017170929471/fjoldi-mordmala-yfir-medaltali-sidustu-ara -- Í færslu á Facebók var hann sagður múslimi, en staðfestingu vantar fyrir því.
Jón Valur Jensson.
Ekki verið yfirheyrður um helgina | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Löggæsla | Aukaflokkar: Innflytjendamál, Stjórnmál og samfélag, Varnar- og öryggismál | Breytt 26.9.2017 kl. 06:46 | Facebook
Athugasemdir
Í IKEA í svíþjóð var 2 svenskar drepið í ágúst 2015 - en 55 ára kona og hennar 28 ára son - av en mann frá Eritrea sem var neitað hæli.
Hann gerði þetta til að vera í fangelsi - sem er brandari í svíþjóð - ekki som en alvöru fangelsi.
Frábært ! - að vera slátrað af hælisleitanda þegar þú ert að handla í IKEA.
Aðrar árásir á borð við þetta hafa verið gerðar.
Merry (IP-tala skráð) 24.9.2017 kl. 19:38
PS. 26/9: Það reyndist vera rétt, að hinn grunaði er erlendur hælisleitandi, sjá hér: http://www.visir.is/g/2017170929471/fjoldi-mordmala-yfir-medaltali-sidustu-ara -- Í færslu á Facebók var hann sagður múslimi, en staðfestingu vantar fyrir því. --JVJ.
Íslenska þjóðfylkingin, 26.9.2017 kl. 23:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.