Mánudagur, 21.8.2017
Svíar viðurkenna staðreyndir, auka fé til lögreglu af brýnni nauðsyn vegna óaldar
Þeir ætla að auka framlög til lögreglu um tvo milljarða SEK (26,5 ma.ísl.kr.), í 7,1 ma.SEK og hefur aldrei verið meira.
Þetta kom fram á blaðamannafundi sem Stefan Löfven, forsætisráðherra Svíþjóðar, og Morgan Johansson, dómsmálaráðherra landsins, héldu í Eskilstuna í dag. Þar sagði Löfven að um væri að ræða viðleitni til að auka öryggi vegna nýlegra skotárása víða um landið.
Þetta skapar hræðilegt óöryggi fyrir fólk í þessum íbúðarhverfum. Það er ekki ásættanlegt, við verðum að takast á við vandann rétt, sagði forsætisráðherrann. Bætti hann við að margar sakamálarannsóknir væru felldar niður og á sumum stöðum furðaði fólk sig á því ef lögreglan kæmi yfir höfuð ef það hringdi. (Mbl.is)
Laun lögreglumanna verða líka hækkuð.
Þetta lýsir vandanum vel og ekki síður hitt, að níu manns voru skotnir í Svíþjóð um helgina, þar af þrír sem létust. Gústaf Adolf Skúlason, sem er búsettur í námunda við Stokkhólm, hefur verið að lýsa þessum hlutum í pistlum sínum hér og snemma morguns í byrjun hverrar viku á Útvarpi Sögu, en hefur að ósekju mætt nokkurri tortryggni.
Það má segja, að uppivöðslusemi glæpagengja sé lögreglunni sænsku ágætis tækifæri til að beita sér líka gegn hættulegri árásargirni múslima í landinu. Þetta hefur "Góða fólkið" enn síður viljað viðurkenna, en við getum aðeins óskað Svíunum góðs árangurs við að koma böndum á ólöglegt athæfi meðal hinna fjölmennu múslima í landinu (fjölda þeirra er erfitt að meta, er þó a.m.k. þriðjungur milljónar, eins og allir sem búsettir eru á Íslandi).
Þó er spurning hvort vandinn sé í raun orðinn óviðáðanlegur.
Lengi hefur verið ljóst, að framlög til löggæzlu á Íslandi hafa verið allt of lítil, og er það vansi bæði fyrrverandi og núverandi stjórnvalda, þvert gegn t.d. stefnu Íslensku þjóðfylkingarinnar. En skyldi stefnubreyting jafnvel sænskra krata ná að hreyfa við okkar stöðu spýtukörlum í röðum ráðherra?
Jón Valur Jensson.
Hækka framlög til lögreglu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Norræn lönd | Aukaflokkar: Islam, múslimar, Mið-Austurlönd, Stjórnmál og samfélag, Löggæsla | Breytt s.d. kl. 06:07 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.