Svíar viðurkenna staðreyndir, auka fé til lögreglu af brýnni nauðsyn vegna óaldar

Þeir ætla að auka framlög til lögreglu um tvo milljarða SEK (26,5 ma.ísl.kr.), í 7,1 ma.SEK og hefur aldrei verið meira.

Þetta kom fram á blaðamanna­fundi sem Stef­an Löf­ven, for­sæt­is­ráðherra Svíþjóðar, og Morg­an Johans­son, dóms­málaráðherra lands­ins, héldu í Eskilstuna í dag. Þar sagði Löf­ven að um væri að ræða viðleitni til að auka ör­yggi vegna ný­legra skotárása víða um landið.

„Þetta skap­ar hræðilegt óör­yggi fyr­ir fólk í þess­um íbúðar­hverf­um. Það er ekki ásætt­an­legt, við verðum að tak­ast á við vand­ann rétt,“ sagði for­sæt­is­ráðherr­ann. Bætti hann við að marg­ar saka­mál­a­rann­sókn­ir væru felld­ar niður og á sum­um stöðum furðaði fólk sig á því ef lög­regl­an kæmi yfir höfuð ef það hringdi. (Mbl.is)

Laun lögreglumanna verða líka hækkuð.

Þetta lýsir vandanum vel og ekki síður hitt, að níu manns voru skotn­ir í Svíþjóð um helg­ina, þar af þrír sem lét­ust. Gústaf Adolf Skúlason, sem er búsettur í námunda við Stokkhólm, hefur verið að lýsa þessum hlutum í pistlum sínum hér og snemma morguns í byrjun hverrar viku á Útvarpi Sögu, en hefur að ósekju mætt nokkurri tortryggni.

Það má segja, að uppivöðslusemi glæpagengja sé lögreglunni sænsku ágætis tækifæri til að beita sér líka gegn hættulegri árásargirni múslima í landinu. Þetta hefur "Góða fólkið" enn síður viljað viðurkenna, en við getum aðeins óskað Svíunum góðs árangurs við að koma böndum á ólöglegt athæfi meðal hinna fjölmennu múslima í landinu (fjölda þeirra er erfitt að meta, er þó a.m.k. þriðjungur milljónar, eins og allir sem búsettir eru á Íslandi).

Þó er spurning hvort vandinn sé í raun orðinn óviðáðanlegur.

Lengi hefur verið ljóst, að framlög til löggæzlu á Íslandi hafa verið allt of lítil, og er það vansi bæði fyrrverandi og núver­andi stjórnvalda, þvert gegn t.d. stefnu Íslensku þjóðfylkingarinnar. En skyldi stefnubreyting jafnvel sænskra krata ná að hreyfa við okkar stöðu spýtukörlum í röðum ráðherra?

Jón Valur Jensson.


mbl.is Hækka framlög til lögreglu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband