Laugardagur, 19.8.2017
Hryðjuverk Marokkómanna einnig á Norðurlöndunum - viðbúnaður enn ekki nægur
14 eru látnir eftir árásina í Barcelona, 15 í lífshættu og 45 aðrir enn á sjúkrahúsi. Í Turku, Finnlandi, reyndist hnífaárásarmaður frá Marokkó, drap tvo og særði átta í gær. Morðingjarnir í Barcelona voru frá Marokkó.
Finnska lögreglan segir að um hryðjuverkaárás hafi verið að ræða er maðurinn, sem er átján ára, hóf að stinga vegfarendur á markaðstorgi borgarinnar. Hún segir að vísbendingar séu um að árásin hafi verið skipulögð. Fimm voru handteknir í íbúð í Turku í nótt, grunaðir um að tengjast málinu. Þeir eru einnig marokkóskir ríkisborgarar. Þá hefur lögreglan lagt hald á bíl og lýst eftir manni sem sagður er hættulegur en haldi ekki til í Finnlandi í augnablikinu. (Mbl.is)
Finnska lögreglan telur að árásinni hafi verið beint gegn konum:
Við höldum að árásarmaðurinn hafi ráðist sérstaklega gegn konum og að mennirnir sem særðust hafi verið að koma þeim til varnar, sagði aðstoðaryfirlögregluþjónninn Christa Cranroth á fundinum. Yngsta fórnarlambið var fimmtán ára og það elsta 67. Fórnarlömbin eru af ýmsum þjóðernum, m.a. finnsk, bresk, ítölsk og sænsk. (Mbl.is)
Það er undarlegt að hlusta á valda spekinga Steypustöðvar Rúv í Vikulokum Helga Seljan, rétt eins og umræðuna víðar: að þetta sé t.d. tengt sjálfsvígsáráttu margra ungra karlmanna, að rótina sé gjarnan að finna hjá okkur sjálfum og að lausnin við þessu fári (sem þó sé ekki eins alvarlegt og umferðarslys) sé gjarnan fólgin í því að halda áfram í góðri samstöðu eins og ekkert hafi gerzt: bezt að sýna, að þetta bíti ekki á okkur: að við gefumst ekki upp!
Alveg er ljóst, að unnt er að koma í veg fyrir hryðjuverk með eftirliti og forvarnaraðgerðum. M.a. var vel hægt að setja upp umferðartálmanir á Römbluna, göngugötuna í Barcelona, þar sem sendibíllinn komst ½ km vegalengd, drepandi og særandi á annað hundrað manns! En yfirvöld Barcelona létu sér morðárásir öfgamúslima í Nice og Lundúnum ekki að kenningu verða! Voru þau að horfa í kostnaðinn?! Eða varðveita frelsið?!
Gott eftirlit spænsku lögreglunnar tryggði að unnt var að beita sér af hörku gegn fimm manna hryðjuverkahópnum í hinni árásinni, nálægt Barcelona.
Hitt voru alger mistök leyniþjónustu og lögreglu að láta m.a. þann, sem fyrst var grunaður um að aka sendibílnum á Römblunni, ganga lausan, því að hann hafði lýst yfir þeirri eindregnustu ósk sinni að fá að drepa "trúleysingja" (og átti þar ekki sízt við kristna). Sérhvern, sem spýr úr sér þvílíku hatri, á að loka á bak við lás og slá og gjarnan í upprunalandi þeirra, það verður hæfileg refsing (samningar um slíkt eru mikilvægir; við munum hafa gert slíkan samning a.m.k. við Litháen, í viðleitni gegn glæpagengjum þaðan).
Þá er það partur af eðlilegum forvarnaraðgerðum að hafa strangt eftirlit með því, hvað fram fer í moskum og trúarskólum múslima, því að þar hefur hatrinu á Vesturlandamönnum verið dreift ótæpilega.
Sömuleiðis er afar mikilvægt að fara eftir þeim vilja 73% aðspurðra Evrópumanna, að STÖÐVA beri innflutning fleiri múslima til álfunnar. Enginn flokkur hér á landi þorir að taka á þessu vandamáli annar en Íslenska þjóðfylkingin.
Í apríl drap múslimskur maður frá Úzbekistan fjóra í Stokkhólmi og gumaði eftir á af verki sínu: "Ég keyrði á hina trúlausu," sagði hann á vef Aftonbladet. Höfum hér líka í huga, að öfgafullir islamistar í Svíþjóð hafa nær tífaldazt í fjölda á sjö árum! 16. júní sl. upplýsti yfirmaður sænsku öryggislögreglunnar (Säpo) að ÞÚSUNDIR róttækra islamista séu nú í Svíþjóð. Og þessir menn hafa auðvelt ferðafrelsi til Íslands!
Til hvers erum við að bjóða þjóðum okkar upp á nærvist slíkra manna? Hér dugir ekkert minna en harka, öll linkind í þessum málum getur aðeins vegið að okkar eigin öryggi og lífum saklausra borgara. Og þessi er staðreynd málsins: Evrópuþjóðir sem loka nánast á aðkomu múslima (s.s. Pólverjar, Slóvakar og Ungverjar) sleppa alveg við hryðjuverk - hinar miklu síður.
Jafnvel hér á landi metur greiningardeild ríkislögreglustjóra hættuna vegna mögulegra hryðjuverka "í meðallagi"! Því eru t.d. öryggisráðstafanir í dag, á Menningarnótt, sjálfsagðar.
En þessi er stefna Íslensku þjóðfylkingarinnar: ÍÞ vill herta innflytjendalöggjöf og innleiða 48 tíma regluna í málefnum hælisleitenda. Það er ekkert vit í öðru en að setja þá fjármuni, sem til þarf, í lausn þessa vandamáls.
Jón Valur Jensson.
Árásinni beint gegn konum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Islam, múslimar, Mið-Austurlönd | Aukaflokkar: Stjórnmál og samfélag, Trúmál og siðferði, Löggæsla | Breytt s.d. kl. 14:15 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.