Laugardagur, 3.6.2017
Ærnar ástæður til að gæta fyllsta öryggis tónleikagesta og annarra við fjöldaatburði
Rokkhátíðin Rock am Ring í Nürburg í Þýzkalandi er örugglega ekki sú síðasta til að verða aflýst eða frestað vegna hryðjuverkaógnar.
Búist er við að um 85 þúsund manns sæki hátíðina sem átti að standa yfir í þrjá daga. Skipuleggjendur hátíðarinnar segja að lögreglan hafi krafist þess að hátíðin yrði stöðvuð og svæðið rýmt. Þeir segjast aðstoða lögregluna eftir fremsta megni en vonast til að hátíðin geti haldið áfram á morgun [laugardag 3/6].
Í yfirlýsingu frá lögreglunni segir að ákveðin gögn hafi bent til yfirvofandi hættu og að ekki hefði verið hægt að útiloka hryðjuverkaógn. (Mbl.is)
Öryggi tónleikagesta sé forgangsatriði, segir lögreglan og horfir þar eflaust til tónleikanna í Manchester Arena (22 drepnir) og í Bataclan-tónleikahöllinni í París, þar sem 89 manns voru drepnir í hryðjuverkum ISIS-manna 13. nóvember 2015 og alls 130 manns að meðtöldum öðrum fórnarlömbum í borginni.
En nú þegar er eðlilega verið að kosta miklu meira til en áður hefur tíðkazt vegna slíkra fjöldaatburða:
Ákveðið var að auka öryggisgæslu á Rock am Ring eftir árásina í Manchester og um 1200 manns hafa sinnt þar gæslu. (Mbl.is)
Enginn smáhópur þar. Og einnig hér á Íslandi þarf að gæta öryggis almennings, þar sem margir koma saman. Vanræksla í því efni á ekki lengur að koma hér til greina, enda eiga óskráðir meðlimir öfgasamtaka auðveldan aðgang að Íslandi, m.a. frá Skandinavíu, og hafa nú þegar átt hér leið um landið.
Jón Valur Jensson.
Hátíð stöðvuð vegna hryðjuverkaógnar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Varnar- og öryggismál | Aukaflokkar: Löggæsla, Stjórnmál og samfélag, Tónlist | Breytt s.d. kl. 08:30 | Facebook
Athugasemdir
Champions League úrslit í Cardiff verður í kvöld og öryggi verður hátt eftir Manchester sprengjuárásin. Þeir hafa hugsað um drone árásir líka.
Merry (IP-tala skráð) 3.6.2017 kl. 11:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.