Föstudagur, 28.4.2017
Ábyrgðarlaus stjórnvöld vilja í raun fækka í lögreglunni um 6-8 manns!
Þegar fjölga þarf í lögreglunni um 100-200 manns, ætlar ríkisstjórnin enn að þrengja að henni með 90 milljóna "aðhaldskröfu" sem kostar fækkun í mannafla um 6-8 manns! Sigríður Guðjónsdóttir lögreglustjóri er ekki par hrifin:
Miðað við veltu embættis lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu má því reikna með að fækka þurfi um 6-8 stöðugildi lögreglumanna strax á næsta ári, segir í umsögn hennar til Alþingis.
Þá er þessi aðhaldskrafa sögð úr takti við fullyrðingar í frumvarpinu að fjármögnun löggæsluáætlunar sé tryggð. Bent er á að í frumvarpinu sé meðal annars ekki minnst á að lögreglumönnum verði fækkað. (Mbl.is)
Þessum skollaleik þarf að linna. Hér er ástæða til að minna á þessi orð í einni af ályktunum landsfundar Íslensku þjóðfylkingarinnar 2. þ.m.:
Íslenska þjóðfylkingin ályktar að öryggismál þjóðarinnar séu í ólestri. Mesta hættan að innra öryggi ríkisins er hryðjuverkaógnin sem vofir yfir Evrópuríkjum um þessar mundir og um ófyrirséða framtíð og er Ísland þar ekki undanskilið. Bregðast þarf við á tvennan hátt. Annars vegar að efla löggæslu með því að fullmanna lögregluna og Landhelgisgæsluna. Hins vegar með stofnun heimavarnarliðs eða öryggissveita.
JVJ.
Kallar á fækkun lögreglumanna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Löggæsla | Aukaflokkar: Stjórnmál og samfélag, Varnar- og öryggismál, Öfgastefnur, fasismi og hryðjuverk | Breytt s.d. kl. 21:46 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.