Mánudagur, 3.4.2017
Tvær af ályktunum landsfundar flokksins í dag, um framboð til borgarstjórnar og um lífsverndarmál
Báðar voru samþykktar samhljóða.
I: Tillaga Guðmundar Þorleifssonar, sem á fundinum var kosinn formaður flokksins:
"Íslenska þjóðfylkingin lýsir yfir að hún mun bjóða fram í komandi borgarstjórnarkosningu. Það verður lögð áhersla á að afturkalla lóð undir moskubyggingu; viðhaldi gatna verði komið í viðunandi horf; stuðlað verði að uppbyggingu á félagslegu húsnæði með því að lóðakostnaður verði einungis samkvæmt útlögðum kostnaði."
Og hér síðast er vitaskuld verið að tala um gatnagerðargjöldin og önnur gjöld vegna lóðaúthlutana.
II: Tillaga Guðmundar Pálssonar læknis (um stytta útgáfu af lengri tillögu frá Jóni Val Jenssyni, Guðlaugi Ævari Hilmarssyni, Guðmundi Pálssyni og Maríu Magnúsdóttur):
"Ófædd börn eiga rétt til lífsins. Flokkurinn tekur einarða afstöðu gegn nýframkomnum hugmyndum um róttækar breytingar á fóstureyðingalöggjöfinni og mun taka á þessum málum með það að markmiði að draga sem mest úr fóstureyðingum."
Hér var í báðum tilvikum um ánægjulegar ákvarðanir að ræða í stefnumálum flokksins og full sátt um þær.
Þriðja ályktunin, sem samþykkt var á fundinum, frá Birgi Loftssyni sagnfræðingi, um löggæzlu-, varnar- og öryggismál, verður kynnt hér á morgun.
jvj
Meginflokkur: Innanflokksmál | Aukaflokkar: Borgarmál, Stjórnmál og samfélag, Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 00:17 | Facebook
Athugasemdir
Sælir - Þjóðfylkingarmenn, sem og aðrir gestir, ykkar !
Dapurlegt mjög: að trúar garf : Guðmundar Pálssonar / Jóns Vals Jenssonar og Maríu Magnúsdóttur, eigi að verða eitthvert meginstef í baráttu Þjóðfylkingarinnar, á komandi misserum og árum, í stað brýnna úrbóta í landinu, sem alls staðar er að finna þörfina fyrir, talandi um: í hinum veraldlega skilningi, hversdagslífsins.
Eigi ég - sem og margir aðrir harðir andstæðingar Múhameðska yfirgangsins t.d., að geta fundið okkur farveg, innan Íslenzku þjóðfylkingarinnar, verður hún að rjúfa öll hugmyndafræðileg tengzl, við Kristin stjórnmálasamtök, sem önnur ámóta, sem staglazt á Guðfræðilegum hugtökum II. hvern dag, sem er því miður ekkert að ganga í nútímalegu samfélagi framleiðzlu- og þjónustu greinanna.
Specúlasjónirnar: um Guð eða Guði og Gyðjur, eru bezt geymdar í kyrrþey venjulegs heimilshalds, eða þá í þeim Kirkjum, sem fólk sækir, hverju sinni.
Fóstureyðinga umræða - er ekkert að gera sig í harðri stjórnmála baráttu / fremur en Dauðahjálpin (Líknardrápið, svokallaða), enda, .... rétt að benda þeim : Jóni Val / Guðlaugi Ævari / Guðmundi og Maríu á, að rétturinn til Dauðans, getur alveg verið Jafn- rétthár hinu gagnstæða, til Lífsins.
Burt séð: frá trú eða trúleysi hvers og eins, Heimspeki eða öðrum hugrenningum, yfirleitt.
Hvað um það: skiptið um kúrs Þjóðfylkingarfólk, ætlið þið einhverjum almennilegum hljómgrunni að ná, í framtíðinni.
Veraldlegar nauðsynjar - nr. 1 / andlega fóðrið, nr. 2, gott fólk, sýnist mér, sem allmörgum vina minna og kunningja, þessi misserin.
Með beztu kveðjum: engu að síður - af Suðurlandi /
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 3.4.2017 kl. 20:57
Ekki skil ég, Óskar Helgi, hvað þú ert að skipta þér af Íslensku þjóðfylkingunni, ef þú ert ekki í flokknum. En væntanlega gerirðu þér grein fyrir því, að þessi setning í stefnuskrá hans er ekki orðin tóm: ÍÞ styður kristin gildi og viðhorf.
Það er ekki vantrúaðra að banna kristnu fólki að tjá sig um sín grunnviðhorf. Og það var enginn nema þú að fullyrða "að trúar garf [...] eigi að verða eitthvert meginstef í baráttu Þjóðfylkingarinnar," ef nefndir einstaklingar fá að hafa þar einhver áhrif. En í grunninn eru okkar þjóðlegu viðhöf, þ.e. þorra landsmanna, að mörgu leyti byggð á kristnum gildum. Flokkurinn vill virða þau gildi, "styður" þau, segir stefnuskráin hreint og klárt, hvað sem sumir aðrir garfarar kunna að óska sér í aðrar áttir.
En eins mikill (öfga)islams-andstæðingur og þú réttilega ert, vittu þá hitt, að hvorki Ásatrú né trúleysi munu reynast sú styrka og sameinandi siðferðisstoð sem kristindómurinn getur orðið okkur eins og öðrum Evrópuþjóðum þegar við lendum í því að þurfa að kljást við útþenslustefnu islams, þ.e.a.s. heimsvaldasinnaða islams-stefnu.
Félög trúleysingja: Siðmennt og Vantrú, lofa ekki góðu í þessu efni. Vantrú gagnrýnir kristna trú margfalt meira en islamska, og Siðmennt hefur beinlínis verið í samkrulli með málsvörum islams.
Með góðum óskum.
Jón Valur Jensson, 4.4.2017 kl. 23:54
Komið þið sæl - á ný !
Jón Valur !
Fyrir það I. - vildi ég gjarnan ganga til liðs við flokkinn, en, ....... á meðan hófsemdar- og frjálslyndis öfl, með þig í broddi fylkingar, viljið hafa yfirhöndina í honum Jón minn, á ég því miður:: lítið erindi inn í hann.
II. Ég vil gjarnan - REKA alla Múhameðska, sem fyrir eru í landinu, af landi brott, og svipta viðkomandi ríkisfangi íslenzku, sem það nú hafa þegar, nema kasti Múhameðskunni fyrir róða, opinberlega / og viðkomandi gangi til Kristinnar trúar (hver: svo sem Kirkjudeildin yrði fyrir vali, eða þá:: að trúlausir yrðu, að öðrum kosti, kysu þeir svo).
III. Og: þaðan í frá, yrði iðkun kreddunnar frá Arabíuskaganum bönnuð hér: alfarið.
IIII. Hvergi: hefi ég meðmælt Vantrúar né Siðmenntar liðinu, hvað þá Ásatrúar fólkinu til einhverra áhrifa hér svo fram komi, einnig.
V. Síða Þjóðfylkingariannar (hér á Mbl. vefnum / þar sem við erum nú að skrifast á) - þarf að vera miklu aðgengilegri, athugasemdir þurfa að fá að koma fram strax, að sendingu hvers skrifara lokinni, þó svo nafnleysingja liðinu sé haldið frá, að sjálfsögðu, Jón Valur.
VI. Skoðanir mínar / sem þínar Jón Valur, eða annarra: eiga ekki að vera einhver sérstakur vendipunktur, um opnari og áhrifaríkari umræðu á síðunni, að mér finnst, alla vegana.
Ekkert síðri kveðjur svo sem - en hinar fyrri, og áður /
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 5.4.2017 kl. 00:23
... okkar þjóðlegu viðhorf ...
átti að standa þarna.
Jón Valur Jensson, 5.4.2017 kl. 00:35
Þú hefur tjáð þig, Óskar minn Helgi, og ekkert meira um það að segja, nema hvað undirritaður, sem skilur vel áherzlu þína í V. lið, verður að geta þess hér, að það er þrautreynt að hafa hér allt galopið, þar sem það var rækilega misnotað af svæsnum árásarmanni í hópi gestanna. Ekki dugði heldur að loka á hann, ævinlega birtist hann undir nýju nafni eða númderi (IP-tölu), virtist skrifa úr mörgum tölvum, og þá þraut undirritaðan þolinmæðina.
Jón Valur Jensson.
Íslenska þjóðfylkingin, 5.4.2017 kl. 00:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.