Þriðjudagur, 3.1.2017
Hvað er verið að bjóða láglaunafólki upp á?
Enn heldur leiguokrið áfram, 77 fm íbúðir í Skipholti m/húsgögnum eru nú auglýstar á 340.000 kr. á mán.!
Misskipting launa blasir við af orðum Vilhjálms verkalýðsleiðtoga á Akranesi: Af 1287 milljarða vinnutekjum á Íslandi fá 20% launamanna helminginn, en 80% launamanna fá jafnmikið í sinn hlut!?
Meðal þessara 20% er örugglega fjöldi ríkisstarfsmanna, sem "breiðu bökin" fá svo að standa undir með sínum opinberu gjöldum!
Slíkt misrétti ber að leiðrétta.
Íslenska þjóðfylkingin boðar "hækkun persónuafsláttar og að skattleysismörk verði 300 þúsund. Tekjutengingar aldraðra, öryrkja og námsmanna verði afnumdar. Heilbrigðisþjónusta skal vera gjaldfrjáls á Íslandi."
* Þetta kom fram í viðtali Péturs Gunnlaugssonar við Vilhjálm Birgisson í síðdegisútvarpi Útvarps Sögu í dag; viðtalið verður endurtekið þar seinna í kvöld. Sjá nánar um viðtalið hér á vef Útvarps Sögu: Húsnæðisverðið er orðið ein hringavitleysa, með mynd (og tengill þar inn á hljóðskrá).
Jón Valur Jensson.
Leigja 2 herbergja íbúðir á 340 þúsund | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Kjaramál | Aukaflokkar: Húsnæðis-, leigjenda- og íbúðaskuldamál, Stjórnmál og samfélag, Viðskipti og fjármál | Breytt 30.8.2017 kl. 12:24 | Facebook
Athugasemdir
En það sem ekki hefur komið fram er að til að standa undir þessari leigu verður viðkomandi að hafa rétt yfir 1.200.000, í tekjur sem er "rétt" yfir meðallaunum...
Jóhann Elíasson, 3.1.2017 kl. 17:06
Takk fyrir innleggið, Jóhann!
JVJ.
Íslenska þjóðfylkingin, 3.1.2017 kl. 17:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.