Föstudagur, 28.10.2016
Kristin stjórnmálasamtök styðja Íslensku þjóðfylkinguna
Kristin stjórnmálasamtök, 17 manna samtök sem stofnuð voru 2007 og standa að Moggabloggsíðunni Krist.blog.is, lýsa yfir stuðningi við Íslensku þjóðfylkinguna í komandi kosningum, m.a. vegna stuðnings þess flokks við fullveldi landsins, kristin gildi og málefni fjölskyldna, heimila og fátækra; ennfremur að flokkurinn styðji trúfrelsi, en hafni trúarbrögðum sem eru andstæð stjórnarskrá. Andstöðu Íslensku þjóðfylkingarinnar við hugsanlega islamsvæðingu landsins á komandi árum skoða Kristin stjórnmálasamtök sem eðlilega í ljósi reynslu nágrannaþjóða. Þau vænta einnig stuðnings flokksins við samvizkufrelsi lækna og hjúkrunarstétta í málefnum ófæddra barna, sem og presta og kennara í störfum þeirra.
Aths.
Geta má þess, að ekki færri en fimm félagsmenn í Kristnum stjórnmálasamtökum höfðu lagt Þjóðfylkingunni lið til að vera á framboðslistum hennar. Vegna brotthvarfs fjögurra af efsta fólki á Reykjavíkurlistunum og sorglegrar atlögu þeirra að framboðunum 13. þ.m. misstu bæði Jón Valur Jensson og Tómas Ibsen Halldórsson af því að vera á listanum í Rvík-suður, og ekki náðist tímans vegna að safna nógu mörgum til stuðnings lista í NA-kjördæmi, þar sem KS-félaginn Snorri Óskarsson átti að leiða listann. Eftir eru þá tveir af KS-félagsmönnum í gildu framboði fyrir Þjóðfylkinguna: María Magnúsdóttir (í Keflavík) og Steindór Sigursteinsson (á Hvolsvelli) á Suðurlandslistanum.
Auk framboðs á Suðurlandi (frá Hornafirði til Reykjanesbæjar) býður Íslenska þjóðfylkingin einnig fram í Norðvesturkjördæmi (frá Akranesi og Hvalfirði vestur og norður um land, allt til Fljóta í Skagafirði). Er efsti maður í NV-kjördæmi Jens G. Jensson skipstjóri, en í Suðurkjördæmi Guðmundur Karl Þorleifsson rafiðnfræðingur.
XE fyrir Íslensku þjóðfylkinguna!
JVJ.
Bregðast ekki við fyrstu tölum í sjónvarpssal | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Innflytjendamál, Trúmál og siðferði, Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 15:30 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.