Kristin stjórnmálasamtök styðja Íslensku þjóðfylkinguna

Kristin stjórnmála­samtök, 17 manna samtök sem stofnuð voru 2007 og standa að Mogga­blogg­síð­unni Krist.blog.is, lýsa yfir stuðn­ingi við Ís­lensku þjóð­fylk­ing­una í kom­andi kosn­ing­um, m.a. vegna stuðn­ings þess flokks við full­veldi lands­ins, krist­in gildi og mál­efni fjölskyldna, heimila og fátækra; ennfremur að flokkurinn styðji trúfrelsi, en hafni trúarbrögðum sem eru andstæð stjórnar­skrá. Andstöðu Íslensku þjóðfylk­ingarinnar við hugsanlega islams­væðingu landsins á komandi árum skoða Kristin stjórn­mála­samtök sem eðlilega í ljósi reynslu nágranna­þjóða. Þau vænta einnig stuðnings flokksins við samvizku­frelsi lækna og hjúkrunar­stétta í mál­efnum ófæddra barna, sem og presta og kennara í störfum þeirra.

Aths.

Geta má þess, að ekki færri en fimm félagsmenn í Kristnum stjórnmála­samtök­um höfðu lagt Þjóðfylk­ingunni lið til að vera á framboðs­listum hennar. Vegna brott­hvarfs fjögurra af efsta fólki á Reykjavíkur­listunum og sorglegrar atlögu þeirra að framboð­unum 13. þ.m. misstu bæði Jón Valur Jensson og Tómas Ibsen Halldórsson af því að vera á listanum í Rvík-suður, og ekki náðist tímans vegna að safna nógu mörgum til stuðnings lista í NA-kjördæmi, þar sem KS-félaginn Snorri Óskarsson átti að leiða listann. Eftir eru þá tveir af KS-félagsmönnum í gildu framboði fyrir Þjóðfylkinguna: María Magnúsdóttir (í Keflavík) og Steindór Sigursteinsson (á Hvolsvelli) á Suðurlandslistanum.

Auk framboðs á Suðurlandi (frá Hornafirði til Reykjanesbæjar) býður Íslenska þjóðfylkingin einnig fram í Norðvesturkjördæmi (frá Akranesi og Hvalfirði vestur og norður um land, allt til Fljóta í Skagafirði). Er efsti maður í NV-kjördæmi Jens G. Jensson skipstjóri, en í Suðurkjördæmi Guðmundur Karl Þorleifsson rafiðnfræðingur.

XE fyrir Íslensku þjóðfylkinguna!

JVJ. 


mbl.is Bregðast ekki við fyrstu tölum í sjónvarpssal
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband