Mánudagur, 3.10.2016
Íslenska þjóðfylkingin er stærst meðal "annarra flokka" en Sjöflokksins! Framsókn sígur niður, VG upp
Nýjasti Þjóðarpúls Gallup sýnir það. Sjálfstæðisflokkurinn er enn stærstur (23,7%), Píratar með 20,6%. VG í vexti með 15,6% og ESB-"Viðreisn" með 13,4%. ÍÞ hefur meira fylgi en öll samanlögð smærri framboðin (Dögun, Flokkur fólksins, Alþýðufylkingin og hvað þau nú heita öllsömul). 5,4% svarenda vilja aðra flokka, þar af tæp 3% sem styðja Íslensku þjóðfylkinguna. Þó er vitað, að vegna óbilgjarnra og ómaklegra árása bæði sumra fjölmiðla og andstæðinga þessa flokks veigra ýmsir sér við því að láta uppskátt um að þeir fylgi henni. Þó fordæmir Íslenska þjóðfylkingin allt kynþátta- og útlendingahatur. En það heldur ekki aftur af leigupenna Fréttablaðsins, Guðmundi Andra Thorssyni, að veitast með harla ósæmilegum hætti að flokknum sl. mánudag. Verður kannski nánar um það fjallað í annarri grein hér.
Samfylkingin mælist með 8,5% fylgi og Framsóknarflokkurinn er kominn niður í 8,2% fylgi, sem er fjórum prósentustigum minna en flokkurinn var að mælast með í könnunum MMR og Fréttablaðsins. Björt framtíð nær ekki inn manni með sitt 4,7% fylgi ... (Eyjan.is).
Greinilega er ríkisstjórnin ekki með þann meirihluta þingsæta, sem önnur nýleg könnun spáði henni:
Samanlagt fylgi Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins er 31,9% en þegar spurt var um stuðning við ríkisstjórnina svöruðu 35,9% því játandi,
segir Eyjan, en bætir við:
Gefur það til kynna að ríkisstjórnin haldi velli ef Viðreisn bættist við.
Og þetta mun trúlega vera vilji bæði Eyju-eigandans Björns Inga Hrafnssonar og Sigurðar Inga, sem á landsfundinum um helgina, eins undarlega og hann fór (með atkvæðasvindli?), naut stuðnings eindregna ESB-mannsins Jóns Sigurðssonar, fyrrv. seðlabankastjóra. Spurning hvort hér sé að myndast vanheilagt bandalag ESB-stefnu og Framsóknarflokks-foringja, sem sitja nú yfir höfuðsvörðum síns fyrri formanns.
Rétt viðbragð framsóknarmanna við slíku --um land allt utan NA-kjördæmis þar sem Sigmundur á vísan stuðning -- kynni einmitt að vera stuðningur við eina alfarið einbeitta flokkinn sem hafnar með öllu Evrópusambands-inngöngu, en sá er Íslenska þjóðfylkingin. Kjósendur á Suðurlandi eiga þar t.d. völ á mjög vel kynntum, fullveldissinnuðum oddvita E-listans, Guðmundi Þorleifssyni, sem þekkir flesta bændur á Suðurlandi og er góður valkostur í stað Rúv-studda byltingarmannsins Sigurðar Inga!
Vinstri grænir bæta við sig rúmum tveimur prósentustigum milli mælinga Gallup og það sama gerir Björt framtíð. Bæði Sjálfstæðisflokkurinn og Píratar minnka í fylgi, en Píratar eilítið meira. Tæplega 10% aðspurðra tóku ekki afstöðu eða neituðu neituðu að svara, 8,2% sögðust ætla að skila auðu.
Könnunin var gerð dagana 16. til 29. september 2016. Alls var haft samband við 3.035 einstaklinga og þátttökuhlutfall var 59,2%. Vikmörkin á fylgi við flokka eru 1,1-2,2%.
Þessar upplýsingar frá Gallup hræra enn upp í kosningaspám, og ekki er allur dagur úti enn, kosningabaráttan í sjónvarpi varla hálfnuð ennþá og margt eftir að breytast, ef að líkum lætur.
Á meðan heldur Þjóðfylkingarfólk áfram sinni öflugu undirskriftasöfnun meðmælenda, en framboðum þarf að skila til yfirkjörstjórna eigi síðar en á hádegi 14. þ.m., eftir 11 daga!
Jón Valur Jensson, 3. maður á E-listanum í Reykjavík-suður (næst á eftir Arndísi Hauksdóttur, presti í Noregi, og oddamanninum Gunnlaugi Ingvarssyni).
Athugasemdir
"Þó fordæmir Íslenska þjóðfylkingin allt kynþátta- og æútlendingahatur."
Já og Hitler elskaði líka gyðinga, eða var það ekki?
Óskar, 3.10.2016 kl. 15:16
Nei, það gerði hann ekki, hann útrýmdi þeim. En takirðu, Óskar, ekki mark á orðum okkar, skaltu ekki reyna hér viðræðu á þínum fordómafullu fjandskapar-forsendum. Þér ætti að nægja mörg önnur vefsvæðin til slíkra óhróðurs-skrifa, sem þú ert raunar kunnur að nú þegar. --JVJ.
Íslenska þjóðfylkingin, 3.10.2016 kl. 16:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.