Ekkert framsal lands- og orkunýtingar-réttinda til Evrópusambandsins!

Íslenska þjóðfylkingin er 100% andvíg lagningu sæstrengs frá Íslandi til Skotlands og hinu nýja orku­miðlunar­batteríi Evrópu­sambands­ins, sem kennt er við ACER. 

Þórdís Kolbrún ferðamála-, iðnaðar- og nýsköp­unar­ráðherra, Sjálfstæðisflokki, virðist tvístígandi gagnvart ACER-málefninu og hampar hlut­drægri skýrslu meints sérfræðings sem gerir lítið úr allri hættu af upptöku þeirrar stefnu. 

Bjarni Jónsson rafmagnsverkfræðingur hefur hins vegar jarðað allar röksemdir sem komið hefur verið á framfæri í þágu ACER-stefnunnar. Hann er hér í svipaðri stöðu og kollega hans, Loftur heitinn Altice Þorsteinsson, sem manna fagmann­legast barðist fyrir réttindum Íslands í Icesave-málinu.

Það er mikilvægt að allur almenningur verði sér meðvitaður um þetta háska­samlega ACER-mál og veiti stjórnvöldum, ekki sízt í Sjálfstæðis­flokknum, fullt og stöðugt aðhald í málinu, annars er viðbúið að illa geti farið, því ekki er þrýstingurinn lítill sem fulltrúar lands okkar eru beittir til að koma orkudreifingu okkar á hendur undirstofnun Evrópusambandsins, með hrikalegum afleiðingum fyrir orkuverð hér og allt framhald okkar virkjunarmála (vatns-, jarðvarma- og vindorku).

Einna bezt geta menn fylgzt með þessu ACER-máli á áður tilvísaðri vefsíðu Bjarna Jónssonar og á Moggabloggi samtakanna Frjálst land, sem og á Moggabloggi Heimssýnar

  • Íslenska þjóðfylkingin vill að Landsvirkjun, RARIK og Landsnet verði ætíð að fullu í eigu þjóðarinnar og ekki verði lagður rafstrengur úr landi. (Úr stefnuskrá flokksins.)

Jón Valur Jensson. Höfundur skipar 4. sæti á framboðslista Íslensku þjóðfylkingarinnar í komandi borgarstjórnarkosningum.


mbl.is Vinni orkustefnu fyrir Ísland
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stöndum með arfleifð okkar og fólkinu okkar sem á skilið vandaða þjónustu íslenzkumælandi starfsfólks

Sjálfsagt er í fullvalda landi að emb­ættis­menn þar tali þjóð­tungu þess í störfum sínum, ekki aðeins sér­fræð­ingar eins og dýralæknar.

Íslenska þjóð­fylk­ingin tekur afstöðu gegn útvistun starfa á heilbrigðis- og umönn­unar­sviði í hendur lægstbjóðandi verk­tökum, sem bjóða smánarkjör þeim einstaklingum sem minnsta hæfni hafa, en taka samt störf frá miklu hæfara fólki sem og ríkisborgurum hér sem kunna okkar tungu og hafa sérhæft sig til starfa. 

Foreldrar okkar í þjónustu- og heil­brigðis­stofnunum eiga betra skilið en að vera í stöðu sambærilegri við niðursetninga fyrri alda þar sem umönnun þeirra var boðin lægstbjóðanda. Slíkt leiðir til laklegrar þjónustu þar sem sjúkir, vanburða og aldraðir fá bablandi þjónustu­fólk sem getur ekki gert sig skiljanlegt og hvorugur aðili skilur hinn! En þetta veldur mörgum öldruðum óþægindum og vansælu.

Jón Valur Jensson


mbl.is Dýralæknar verða að tala íslensku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 7. maí 2018

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband