Fylgi Svíþjóðardemókrata stóreykst, nálgast jafnvel 30% (kosið verður í sept.)! M.a.s. jafnaðarmenn vilja nú fækka flóttamönnum sem koma til Svíþjóðar um helming! Partur af bakgrunni málsins:
"Arabíska númer tvö í Svíþjóð.
Arabíska er nú orðin næstalgengasta móðurmálið í Svíþjóð. Finnska, sem hingað til hefur verið næstalgengasta tungumálið, er þar með komin í þriðja sæti.
Líklegt þykir að arabíska sé móðurmál yfir 200 þúsund einstaklinga í Svíþjóð en straumur flóttamanna kom til Svíþjóðar árið 2015. Fjöldi þeirra er talinn hluti af skýringunni."
Þetta var frétt í sjálfu Fréttablaðinu 4. júní sl. Í umræðum á Visir.is upplýsti Hermann Stakkadal Sölvason:
"Ekki hefur verið gerð trúarkönnun í Svíþjóð síðan 1930.
Amerikanska forskningscentret Pew h[efur] komist að þeiri niðurstöðu að árið 2016 væru 8,1% af Svíum múslimar og árið 2050 hafi þeim fjölgað [í] 30%, það er að segja ef Svíar hætta að taka á móti svona mörgum múslimum sem þeir hafa gert síðustu árin.
Múslimar í Svíþjóð eru komnir inn í ríkisstjórn og dómskerfi."
Það mun taka langan tíma fyrir Svíþjóð að jafna sig á innflytjendabylgju síðustu ára. Almennur rómur er gerður að því þar, að allt of geyst hafi verið farið í málin, eins og sést af breyttri stefnu flestra flokka víðast hvar í Skandinavíu.
"Sænskir jafnaðarmenn hafa kynnt nýja stefnu í innflytjendamálum sem miðar að því að draga mjög úr fjölda flóttamanna sem kemur til Svíþjóðar. [...]
Ráðherra innflytjendamála í Svíþjóð, Helene Fritzon sem situr á sænska þinginu fyrir jafnaðarmenn, sagði á blaðamannafundi þar sem nýja stefnan var kynnt að við eðlilegar aðstæður kæmu 14-15 þúsund hælisleitendur til Svíþjóðar en á síðasta ári hafi þeir verið 27 þúsund. Hún lagði þó áherslu á að hún vildi ekki gefa upp ákveðna tölu varðandi það hvað ætti að að vera markmið stjórnvalda þegar kæmi að fjölda hælisleitenda.
Já þýðir já og nei þýðir nei
Meðal annars vilja sænskir jafnaðarmenn að tímabundnar strangari reglur um málefni hælisleitenda sem settar voru árið 2016 verði festar varanlega í sessi þar til Evrópusambandið hafi samþykkt nýjar reglur í þeim efnum. Ennfremur til að mynda að eftirlit með skilríkjum þeirra sem koma til Svíþjóðar verði hert og settar verði skorður við frelsi þeirra sem fengið hafa hæli til þess að velja hvar í landinu þeir setjist að.
Stefnan gerir sömuleiðis meðal annars ráð fyrir því að þeir sem neitað hafi verið um hæli í Svíþjóð þurfi að bíða í tvöfalt lengri tíma en nú er áður en þeir geti sótt um hæli á nýjan leik og að þeim hælisleitendum sem neita að yfirgefa landið af fúsum og frjálsum vilja eftir að umsókn þeirra hefur verið hafnað verði bannað að koma þangað aftur.
Haft er eftir Stefan Löfven, forsætisráðherra Svíþjóðar og leiðtoga Jafnaðarmannaflokksins, í sænskum fjölmiðlum að aðalatriðið væri það að hælisleitendur yfirgæfu landið ef umsókn þeirra væri hafnað. Grundvallaratriðið verður að vera að já þýðir já og nei þýðir nei. Ef þú átt engan rétt á að vera í Svíþjóð þá geturðu ekki notið sænskrar velferðar.
Fram kemur í frétt Bloomberg að sænskir jafnaðarmenn færu með þessu í fótspor jafnaðarmanna í Danmörku sem kynnt hafi herta innflytjendastefnu og væru með það til skoðunar að starfa með Danska þjóðarflokknum, sem lengi hefur talað fyrir harðri innflytjendastefnu, að loknum þingkosningum þar í landi á næsta ári." (mbl.is)
Ætla íslenzkir stjórnmálamenn að læra eitthvað af þessu? Þykir þeim róttækustu enn hentugast að sæta færi á að varpa auri á þá norrænu stjórnmálamenn sem reyna að breyta ástandinu til batnaðar?
Telur Helga Vala sig nú mann með mönnum meðal norrænna stjórnmálamanna? Og þykir Guðmundi Andra Thorssyni gott að berja höfði við stein?
Jón Valur Jensson.