Færsluflokkur: Borgarmál

Sjálfstæðisflokkur vill deila og drottna

Það hyggst hann gera í Reykjavík með því að hindra að aðrir en Fjór­flokk­urinn og Píratar komi mönnum að í borgar­stjórn; við það gengur honum bet­ur með því að þvert gegn lög­um verði borg­ar­full­trú­um ekki fjölg­að úr 15 við næstu kosn­ingar.

Sjálf­stæðis­flokkurinn, öllu heldur ráðandi öfl þar á bæ, hugsa jafnan fyrst um flokks­hag fremur en um lýðræðislegan valkost manna. Þetta átti sér ekki aðeins stað í aflandsskýrslumálinu í sept.-okt. sl., heldur einnig í þessu máli. Eftir að bæði borgarfulltrúi og þingmaður Sjálfstæðisflokks hafa kvabbað yfir þessari eðlilegu, með lögum ákveðnu fjölgun borgarfulltrúa, stígur nú fram Jón Gunnarsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, sem ætlar að "leggja fram frumvarp á Alþingi sem felur í sér að skylda Reykjavíkurborgar til að fjölga borgarfulltrúum eftir næstu sveitarstjórnarkosningar verði afnumin." En af hverju á að undanþiggja eitt sveitarfélag öðrum fremur lagaskyldu, hr. ráðherra? Valhallar vegna, svo að hún fái meira tækifæri til að deila og drottna? En þetta er eini flokkurinn sem á færi á því að ná meirihluta borgarfulltrúa í krafti minnihluta atkvæða, með því kerfi sem viðgengizt hefur.

En með fjölgun fulltrúanna í 23 býðst smærri flokkum, jafnvel nýjum og fjárvana, tækifæri til að ná kjöri síns fyrsta borgarfulltrúa í krafti 4 til 4,3% atkvæða. Og það er sannarlega kominn tími til að fleiri raddir og sjónarmið heyrist í borgarstjórn heldur en hingað til. Vinstri menn hafa stjórnað þar afleitlega, fara illa með fé borgarbúa, gatnakerfið, leikskólana, grunnskólana, Reykjavíkurflugvöll og mörg önnur mál, en héldu einmitt kosningafylgi sínu í krafti þess hve lítið var traustið á Sjálfstæðisflokknum eftir Hrunið og er enn.

Og þetta er ekki spurning um að auka útgjöld borgarinnar. Eitt fyrsta verk nýrrar borgarstjórnar þarf að verða að lækka verulega laun borgarfulltrúa.

Jón Valur Jensson.


mbl.is Afnema sjálfvirka fjölgun fulltrúa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband