Færsluflokkur: Utanríkismál/alþjóðamál
Fimmtudagur, 11.5.2017
Glæsilegur fundur með Robert Spencer og Christine Williams í Grand-hóteli í kvöld
Snautlega fámennur var "samstöðufundur" Semu Erlu, Gunnars Waage & Co., þótt smalað væri á hann fólki úr Siðmennt og hælisleitendum af Kjalarnesi.
Innan dyra var fullur salur sem tók í sæti 350 manns sem fylgdust spenntir með frábærlega mælskum ræðumönnum kvöldsins (margir stóðu að auki). Einnig gátu fundarmenn borið fram spurningar, og gerðu það a.m.k. 10-12 manns. Meðal annars stóð þar upp úr hve snilldarlega Spencer svaraði þar spurningum ímamsins í Öskjuhlíð og félaga hans.
Það var mikil stemming á þessum fundi, sem Vakur hafði boðað til, félagsskapur sem vill sinna nauðsynlegum upplýsingamálum um islamstrú og aðkomu hennar að vestrænum löndum. Þar var m.a. fjallað hispurslaust um upprunalega stefnu Múhameðs og innihald Kóransins og spurt hvort islam eigi samleið með vestrænum lýðræðisríkjum, hvaða breytingar hófsamir múslimar vilji gera á islam og hvort hliðarsamfélög innflytjenda hafi myndazt í evrópskum löndum. Eru þar sannarlega mörg áhyggjuefni, eins og kom fram í erindum ræðumannanna beggja.
Engum mótmælum var í raun hreyft á fundinum sjálfum, en þeir, sem helzt mölduðu í móinn, voru Helgi Hrafn pírati, ímaminn í Öskjuhlíð og fylgisveinn hans. Var mikið klappað, þegar Spencer svaraði þeim síðastnefndu, en ímaminn fekk í seinna skiptið tvær mínútur til sinna spurninga og reyndi öðru fremur að finna hliðstæðu í Gamla testamentinu með boðum Kóransins um að drepa vantrúaða. En þegar Ísraelsmönnum var sagt að drepa allan óvinaher Amalekíta, fylgdi því ekkert boð um að það sama ættu þeir að gera í öðrum síðari tilvikum. Eins og Spencer benti á, hafði frásögnin af þessu aldrei verið notuð af gyðinglegum eða kristnum útleggjendum Biblíunnar til að réttlæta nein síðari fjöldamorð á andstæðingum Ísraelsmanna eða Gyðinga, og enginn greip til slíkra röksemda á krossferðatímanum, enda voru krossferðirnar ekki farnar í þeim tilgangi að útrýma neinum.
Fyrir hönd Vakurs stýrði Valdimar Jóhannesson þessum fundi og fórst það vel úr hendi. Nánar geta menn lesið um þetta á vefsíðu Vakurs. En hér er full ástæða til að þakka fyrir góðan fund, í senn upplýsandi og inspírerandi.
Jón Valur Jensson.
Sorglegt að fá svona mann til landsins | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt 12.5.2017 kl. 11:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Mánudagur, 8.5.2017
Niðurstaða frönsku forsetakosninganna ...
var í raun stórsigur Le Pen, þó svo að hún hafi ekki verið kosin forseti Frakklands. Hún jók fylgi við forsetaframboð frönsku Þjóðfylkingarinnar um 100% frá því að faðir hennar tók þátt í því. Við skulum fagna, 34,1% fylgi við flokkinn er stór sigur, og þeir koma til með að eiga næsta forseta Frakklands. Bylgja föðurlandsvina er komin til með að vera, óskum föðurlandsvinum í Frakklandi til hamingju með meiriháttar árangur.
Guðmundur Þorleifsson, formaður Íslensku þjóðfylkingarinnar.
Macron næsti forseti Frakklands | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 00:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (16)
Sunnudagur, 23.4.2017
Macron og Le Pen áberandi efst í frönsku forsetakosningunum. "Bylting," segir The Times
Í 1. skipti í 59 ára sögu 5. lýðveldisins tapa stóru flokkarnir báðir fyrri umferð. Óháði miðjumaðurinn Macron er efstur með 23,8% atkvæða, Le Pen með 21,5%, tveir næstu með tæp 20% hvor, sósíalistinn Hamon langtum neðar með 6,5% að töldum 36,4 millj. atkvæða kl. rúml. 7 í morgun (skv. BBC, enn kl. 8.20). Um tíma var Marine le Pen komin upp fyrir Macron, en með atkvæðum úr stærstu borgum landsins hefur hann aftur komizt í efsta sætið. Þjóðfylkingin nýtur hins vegar meiri stuðnings fólks á stjálbýlli svæðum landsins.
Margir telja Le Pen eiga litla möguleika á að vinna í seinni umferðinni eftir hálfan mánuð, enda hafa flestir hinna frambjóðendanna lýst yfir stuðningi við Emmanuel Macron, sem er sá nýi, óvænti spútnik í þessari baráttu, sem fáir bjuggust við að gæti borið sigur út býtum fyrir um hálfu ári, áður en upp fór að komast um ýmis spillingarmál frambjóðenda; franska þjóðin hefur þannig kosið gegn spillingu í þetta sinn. En það er of snemmt að spá fyrir um úrslitin að lokum, það getur m.a. ráðizt af frammistöðu þessara tveggja í kosningabaráttunni og að ekkert nýtt og gruggugt komi upp úr dúrnum um fortíð þeirra.
En Marine Le Pen hefur staðið sig glæsilega; það hefur farið um bæði Brusselmenn og "góða fólkið" í Frakklandi, hve mikið henni varð ágengt, en meðal stefnumála hennar var að afnema evruna og að efna til þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild innan hálfs árs.
En þetta verður ekki endapunktur sögunnar; þróunin heldur áfram, m.a. ójöfn fjölgun innfæddra og aðfluttra, og í Frakklandi sem víðar í álfunni er það hægfara efni í enn meiri togstreitu, árekstra og jafnvel langtum alvarlegri þjóðfélagshræringar en hingað til það sem af er þessari öld.
Gott gengi Le Pen mun vafalaust einnig stuðla að auknum hlut frönsku Þjóðfylkingarinnar í þingkosningum og til héraðsþinganna og í bæjarstjórnum Frakklands. Ekki dregur það úr ánægju Íslensku þjóðfylkingarinnar með þessa snjöllu, þjóðhollu, en öfgalausu baráttukonu.
PS. The Times (of London) kallar úrslit þessara kosninga New French revolution as outsiders sweep to victory. Í fréttinni er myndband sem sýnir "how Le Pen made it to the final round." En ESB-stuðningsmaðurinn Macron fer ekki dult með hvert hann leitar styrks, enda hefur Juncker, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, og þýzka ríkisstjórnin óskað honum til hamingju með "sigurinn".
Jón Valur Jensson.
Macron vill verða rödd vonar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt 28.4.2017 kl. 20:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
Mánudagur, 17.4.2017
Erdogan Tyrklandsforseti fær nánast einræðisvöld, gegn fólki þar í stóru borgunum, en með stuðningi sveitafólks og Tyrkja í Evrópu
73,5% Tyrkja í Austurríki, sem greiddu atkvæði um að færa Erdogan þessi miklu völd, sögðu JÁ, 63% í Þýskalandi, rúml. 75% í Belgíu og 71% í Hollandi. Tryggari eru þeir islamista-forsetanum en lýðræðishugsjón Evrópumanna. Það sama er að segja um afstöðu kjósenda á dreifbýlli svæðum Tyrklands, í Mið-Tyrklandi, sunnar og norðar við Svartahaf.
Karlinn rétt mer þetta með rúmu 51% atkvæða, og því getur það hafa ráðið úrslitum, að kosningasvik hafi verið í tafli, eins og yfirvöld eru nú þegar sökuð um og kröfur uppi um að kæra það. En ekki auðvelda þessi úrslit gengi lýðræðisflokka og fjölmiðla að andmæla hinum yfirlýsta islamista Erdogan, en nú þegar hefur hann beitt blöð, útvarps- og sjónvarpsstöðvar miklu harðræði eftir uppreisnartilraunina gegn honum í fyrra.
Að vera með mikinn meirihluta meðal hinna 2,9 milljóna Tyrkja í Evrópu á bandi forsetans í þessu máli, styrkir ekki trú fólks hér í álfu á að gott geti hlotizt af því að standa uppi í hárinu á Erdogan varðandi flótta fólks í gegnum Tyrkland til Evrópu. Fyrir að halda slíkum flótta í skefjum fær tyrkneski ríkissjóðurinn mörg hundruð milljarða árlega frá ríkjum eins og Þýzkalandi, Austurríki og Evrópusambandinu, en Erdogan hefur þegar ítrekað beitt þeim hótunum, að flóttamannabylgju verði hleypt í gegn, ef stjórnmálastétt Evrópuríkja situr ekki og stendur eins og honum þókknast.
Menn geta svo leitt getum að því (m.a. með hliðsjón af því, að erfitt er að þjóna tveimur herrum), hvort tugir milljóna annarra múslima í Evrópu hafi til að bera sambærilega afstöðu gagnvart lýðréttindum og lýðræðisskipulagi búseturíkja sinna eða vilja fylgja islömskum siðvenjum, m.a. sjaríalögum, en fjöldi sjaríadómstóla er nú þegar við lýði í Bretlandi, Þýzkalandi o.fl. Evrópulöndum, með sorglegum afleiðingum. Eitt er víst, að ekki styrkir þetta réttindi kvenna.
Við Íslendingar þekkjum fleiri en eitt dæmi um mikla erfiðleika íslenzkra kvenna, sem gifzt hafa múslimum og annaðhvort misst allt forræði barna sinna* eða verið nálægt því.**
* Sophia Hansen missti þannig af forræði sinna dætra og mestöllum samgangi við þær.
** Sbr. bókina Barist fyrir frelsinu eftir fjölmiðlamógúlinn Björn Inga Hrafnsson (287 bls., Vaka-Helgafell 2002), en efni bókarinnar er lýst þannig á forsíðunni: "Áhrifamikil saga Guðríðar Örnu Ingólfsdóttur og Hebu Shahin og ævintýralegur flótti þeirra frá Egyptalandi."
Jón Valur Jensson.
Meirihluti Tyrkja í Evrópu sagði já | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 13:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Laugardagur, 8.4.2017
Árásarmaðurinn í Stokkhólmi var ISIS-maður, vann ódæðið fyrir Ríki islams - Komnir til að vera? - og viðbrögð okkar?
Að sögn Aftonbladets er hann 39 ára, af úzbekistönskum uppruna og fylgismaður hryðjuverkasamtakanna Ríkis islam.
Skv. SVT-sjónvarpsstöðinni fannst taska með sprengjuefnum í flutningabílnum, svo hermi heimildir innan lögreglu og að sprengjusveit hafi verið kölluð til.
Maðurinn mun vera sá í hettutreyjunni sem lögreglan lýsti eftir í gær og er nú undir yfirheyrslum hennar.
Ljóst er að fylgismenn Ríkis islams eru af mörgum þjóðernum og Svíum mikill vandi á höndum að verjast þeim í fjölbreyttri flóru innflytjenda sinna. Þótt Svíar hafi ekki herlið í Mið-Austurlöndum virðist það engu skipta fyrir ISIS, enda nægir þeim að Svíar hafa selt ríkisstjórnum þar hergögn. En málið virðist umfram allt að ráðast á allt sem vesturlenzkt er.
Jafnvel fyrir okkur Íslendinga er hið fjölmenna múslimasamfélag í Skandinavíu, rétt eins og í Belgíu, Frakklandi, Hollandi, Bretlandi og Þýzkalandi, orðið að flóknum vettvangi og viðsjárverðum, þar sem öfga-islam getur þrifizt, ofbeldismenn dulizt og náð áhrifum til ills, já, til að "bera ávöxt" haturs síns í skelfilegum fjöldamorðum!
Og þetta er ekki tíminn til að sitja og aðhafast ekkert og bíða bara næstu frétta! En til hvaða stjórnmálamanna getum við horft í von um að þeir þori að axla þá ábyrgð að treysta hér í sessi öruggt samfélag frelsis og lýðræðis? Lítið til dæmis til þessa formanns stjórnmálaflokks, sem tjáði sig hér í gær.
Jón Valur Jensson.
Telja sig hafa ökumanninn í haldi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 14:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Fimmtudagur, 23.3.2017
Donald Trump yngri gagnrýnir Sadiq Khan, borgarstjóra Lundúna, vegna ummæla hans um hryðjuverkaárásir sem nánast normal þátt í borgarlífi
Hér um vísast til pistils sem birtur var á þessu bloggi í dag. Umræðan þar var áhugaverð um sumt, eins og hrikaleg hryðjuverk öfgaislamista í Bretlandi. Þeim mun hneykslanlegri eru ummæli þessa borgarstjóra, en eitt er víst, að ekki veldur hann islamistum vonbrigðum með þessum þægðarlegu orðum sínum; menn geta svo velt því fyrir sér, hvort hann er meðvirkur með hatursöflum meðal róttækustu fylgismanna Múhameðs.
En skoðið þetta, þið sem misstuð af þeirri umræðu: Múslimskur borgarstjóri Lundúna talar um hryðjuverkaárásir sem nánast eðlilegan þátt í borgarlífi!
Jón Valur Jensson.
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 23:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 23.3.2017
Múslimskur borgarstjóri Lundúna talar um hryðjuverkaárásir sem nánast eðlilegan þátt í borgarlífi!
Sigurlaug Oddný Björnsdóttir, ritari ÍÞ, skrifar á Facebók:
Sonur Donalds Trump á ekki orð yfir múslima-borgarstjórann í London sem sagði að hryðjuverk væru eðlilegur hluti þess að búa í stórborg.* Gaman að hafa svona borgarstjóra jú jú, þið verðið bara að taka dauða ykkar með stórmennsku, hryðjuverkamennirnir þurfa sitt rými. Vá hvað maðurinn er sannur múslimi. Sonur Trumps sagði: "Are you kidding me?" Er nema von að hann spyrji ... Sjá nánar: Donald Trump Jnr attacks Sadiq Khan over mayor´s ´terror attacks part of city life quote´.
* Sadiq Khan, borgarstjóri Lundúna, sagði að "terror attacks" væru "part and parcel of living in a city." Hugtakaparið "part and parcel" er notað um eitthvað sem er nánast órjúfanlegur þáttur í eða partur af einhverju. Ensk-íslensk orðabók Arnar og Örlygs, s. 745a, þýðir þetta svona: "aðalatriði, kjarni (e-s)".
Fimm látnir og 40 særðir í London | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 11:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Mánudagur, 20.3.2017
Allt við það sama í gervifréttaburði Rúv og þöggunarstarfsemi fréttastofunnar
Fréttastofa Rúv virðist ekki hafa haft trausta heimild fyrir því að Trump hafi neitað að taka í hönd Angelu Merkel.* Samt var hamazt í því máli á Rúv nokkra daga! Hitt þegir Rúv um endalaust, að sænskir þingmenn sósíaldemókrata sýna Svíþjóðardemókrötum ískalt viðmót og hafa frá fyrsta degi þeirra á þingi árið 2010 neitað að heilsa þeim, jafnvel þótt þeir síðarnefndu bjóði fram höndina! Þetta er ekki bara nokkurra andartaka ástand í Ríkisdeginum, eins og í Hvíta húsinu, heldur gengur það þannig áfram ár eftir ár eftir ár!
En kannski eru sósíaldemókratar, sérstaklega sænskir, undanþegnir þeim kurteisisreglum sem Rúv hefur búið sér til þegar horft er í vesturátt úr Efstaleiti.
Fréttastofa Rúv er vel að merkja jafnan valkvæm í ÞÖGGUN sinni ekkert síður en í GERVIFRÉTTUM sínum - tíðindalaust sem sé af þeim vettvangi!
* Sbr. fréttartengil Mbl.is hér neðar.
Jón Valur Jensson.
PS. Íslenska þjóðfylkingin hefur, vel að merkja, engin formleg tengsl við Svíþjóðardemókrata, en saga þeirra er áhugaverð. Flokkurinn var stofnaður árið 1988, en tókst ekki að rjúfa 4% múrinn til að komast inn á þjóðþingið (Riksdagen) fyrr en í kosningunum 2010, eftir 22 ára utanþingslíf flokksins. En árangur hans síðan þá er óumdeilanlegur: Svíþjóðardemókratar hafa nú 49 af hinum 349 þingmönnum á Ríkisdeginum.
Einn mikilvægur áfangi Svíþjóðardemókrata var sá að reka ungliðadeildina úr flokknum árið 2015 vegna ásakana um rasisma og tengsla við öfgahópa.
(Aths. JVJ.)
Neitaði ekki að taka í hönd Merkel | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 11:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 13.3.2017
Hvað er þjóðernispopúlismi?
Þjóðernispopúlisma kvað einn "krabbamein á heiminum", hafi brotizt út um miðja 20. öld og þurft heimsstyrjöld að berja hann niður. Þá er "þjóðernispopúlismi" gerður að samheiti við nazisma og fasisma, en ekki með réttu.
Heilli öld áður fór þjóðernispopúlísk bylgja um heiminn, laus við ofstæki fasista og nazista og var þvert á móti heilbrigð frelsishugsjón þjóða eins og Ítala, sem vildu sameinast í eitt ríki, sem og Þjóðverja og jafnvel Íslendinga sem vildu fá forræði í eigin málum og leggja rækt við sína þjóðlegu menningu, hreinsa og styðja þjóðtunguna til vegs og virðingar og standa vörð um þjóðleg gildi. Þetta var einn angi rómantísku stefnunnar og laus við tengsl við aðferðir ofbeldismanna. Okkar beztu menn eins og Eggert Ólafsson, Baldvin Einarsson, Jónas Hallgrímsson, Jón Sigurðsson og sporgöngumenn þeirra aðhylltust þessa þjóðlegu endurreisn, sem er EKKI = alþjóðahyggja vinstri manna eða glóbalismi alþjóða-fyrirtækjarisa sem vilja svæla sem mest undir sig. Og þessi stefna vann sigur 1918 með sjálfstæði Íslands og fleiri ríkja, ekki sízt hinna smærri, studdra af áhrifum Wilsons Bandaríkjaforseta.
Einhver lítt kunnugur getur kallað Íslensku þjóðfylkinguna flokk þjóðernispopúlisma, en það gæti aldrei verið nema í vægri merkingu orðsins, eins og hér var rakið, aldrei þeirri nazistísku eða fasísku. Hægt er að kalla stefnu sjálfstæðissinna í Katalóníu og Skotlandi þjóðernispopúlíska, en það gerir þær hreyfingar ekki fasískar né nazistískar.
Orðið "popúlismi" er ekki sjálfkrafa og alfarið heiti á öfgahópa-stefnu. T.d. var Perónisminn popúlísk hreyfing og ekki nazistísk né auðvaldsbullustefna; þvert á móti voru Perón og Evita hans verkalýðssinnuð.
Ennfremur þarf popúlismi ekki að fela í sér lýðskrum (demagogiu). Að magna upp fjöldahrifningu og vinsældir ákveðinna aðila, eins og t.d. til stuðnings við landslið okkar eða Eurovision-þátttöku, er hins vegar birtingarmynd popúlisma og þarf ekki að fela í sér neinn djúprættan þjóðernishroka.
Það sama á við um þá stefnu að standa gegn glóbalisma hægri eða vinstri manna og að vilja varkára stefnu í innflytjendamálum -- andstætt t.d. alþjóðlegri útþenslustefnu islamista og hinni fyrirhyggjulausu "No Borders"-stefnu lítils öfgahóps sem á þó innhlaup í jaðarflokka til vinstri: "Bjarta framtíð" og Pírata. Við Íslendingar erum yfirleitt ánægðir með samsetningu þessa samfélags okkar og andvígir byltingarkenndum breytingum í því efni, en þó lausir við þjóðernishroka.
Sækja um heimild fyrir annarri þjóðaratkvæðagreiðslu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 14:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Mánudagur, 13.2.2017
Evrópuþjóðir eru á einu máli með Íslensku þjóðfylkingunni um að stöðva straum múslima inn í Evrópu
Í nýbirtri könnun virtrar stofnunar, Chatham House, er sú yfirgnæfandi afstaða 10 af helztu Evrópuþjóðum staðfest að STÖÐVA skuli frekari straum múslima til Evrópu.
Að frátöldum 25%, sem taka ekki afstöðu, eru 73% meðmælt ferðabanni á múslima. Í Austurríki vilja 65% slíkt bann á frekari innflutning þeirra, um 18% andvígir, í Þýzkalandi 53% og 19%, í Frakklandi 61% og 16%, í Bretlandi 47% með banninu, en 23% á móti því, en á Ítalíu eru 52% með, 23% á móti.
"[Þessar niðurstöður] benda til þess að andstaða á meðal almennings við frekari innflutning fólks frá ríkjum þar sem múslimar eru í miklum meirihluta sé engan veginn bundin við kjósendur Trumps í Bandaríkjunum heldur fremur útbreidd, segir í yfirlýsingu frá hugveitunni Chatham House.
Vilji íslenzk yfirvöld taka mið af þjóðum Evrópu, geta þau lært þessa lexíu utan að, en haft hugfast að þessi afstaða Evrópuþjóða er ekki andstaða við móttöku kristinna flóttamanna, sem hafa liðið mestar hörmungar og manntjón, í Sýrlandi og víðar.
Vilja ferðabann í anda Trumps | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 16:22 | Slóð | Facebook