Árásarmaðurinn í Stokkhólmi var ISIS-maður, vann ódæðið fyrir Ríki islams - Komnir til að vera? - og viðbrögð okkar?

Að sögn Afton­bla­dets er hann 39 ára, af úz­bekist­önsk­um upp­runa og fylg­is­mað­ur hryðju­verka­sam­tak­anna Ríkis islam.

Skv. SVT-sjón­varps­stöðinni fannst taska með sprengju­efn­um í flutn­inga­bíln­um, svo hermi heimildir innan lögreglu og að sprengju­sveit hafi verið kölluð til.

Maðurinn mun vera sá í hettutreyjunni sem lögreglan lýsti eftir í gær og er nú undir yfirheyrslum hennar.

Ljóst er að fylgismenn Ríkis islams eru af mörgum þjóðernum og Svíum mikill vandi á höndum að verjast þeim í fjölbreyttri flóru innflytjenda sinna. Þótt Svíar hafi ekki herlið í Mið-Austur­löndum virðist það engu skipta fyrir ISIS, enda nægir þeim að Svíar hafa selt ríkisstjórnum þar hergögn. En málið virðist umfram allt að ráðast á allt sem vesturlenzkt er.

Jafnvel fyrir okkur Íslendinga er hið fjölmenna múslima­samfé­lag í Skandinavíu, rétt eins og í Belgíu, Frakklandi, Hollandi, Bretlandi og Þýzkalandi, orðið að flóknum vettvangi og viðsjár­verðum, þar sem öfga-islam getur þrifizt, ofbeldismenn dulizt og náð áhrifum til ills, já, til að "bera ávöxt" haturs síns í skelfilegum fjöldamorðum!

Og þetta er ekki tíminn til að sitja og aðhafast ekkert og bíða bara næstu frétta! En til hvaða stjórnmálamanna getum við horft í von um að þeir þori að axla þá ábyrgð að treysta hér í sessi öruggt samfélag frelsis og lýðræðis? Lítið til dæmis til þessa for­manns stjórnmálaflokks, sem tjáði sig hér í gær.

Jón Valur Jensson.


mbl.is Telja sig hafa ökumanninn í haldi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Karl Þorleifsson

Hvenær ætla stjónmálamenn á Íslandi að átta sig á því að það geysar stríð.  Islamistar heija stríðið, meðan stjónmálamenn á vesturlöndum sitja með hendur í skauti og Íslenskir þingmenn mæra ný sett útlendingalög, stæra sig á torgum með innihaldslausar yfirlýsingar um samúð til handa þeim sem reynt hafa hryllingin á egin skinni.  Verða yfirlýsingarnar eins þegar yllvirkið hefur átt sér stað hér heima á Íslandi.  Þarna fara fremst dómsmálaráðherra, utanríkisráðherra, forsætisráðherra að meðtöldum borgastjóra.  Hvenær ætlar þetta hyski að vakna og taka ábyrð á landamærum landsins, með því að afnema straks þau ólög sem tóku gildi um áramót. Íslenska þjóðfylkingin mun berjast með kjafti og klóm til að afstýra slíkum hrylling og yrði það þeirra fyrsta verk að seja skilið við Schengen samningin og gera tvíhliða samning við yfirvöld í Evrópu um tvíhliða samning, enda ekki langt að bíða að önnur lönd verði að vakna. Íslenska þjóðfylkingin vill endurtaka samúð sína til Svía, sem og til Kristna Egipta sem eiga um sárt að binda.  Það skiptir ekki máli hver fremur hriðjuverkin og hvar, þau ber að fordæma.  Ekki hef ég séð hluttekningu opinberra aðila til handa Egiptum, skömmin sé þeirra ráðamanna sem hlutgera verknaðin og hvar hann er gerður.

Guðmundur Karl Þorleifsson, 9.4.2017 kl. 14:02

2 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þakka þér, Guðmundur, fyrir þetta og að minna á hryðjuverkin hryllilegu sem framin voru á egypzkum koptum við messur í tveimur kirkjum þennan pálmasunnudags-morgun.

"Ríki islams" hefur lýst ábyrgð á hendur sér vegna beggja hryðjuverkanna,* þar sem 37 að minnsta kosti eru látnir.**

Koptar í Egyptalandi, einn elzti kristni trúflokkur heims, eru níu milljónir talsins og hafa orðið fyrir sífjölgandi árásum af hálfu heittrúar-múslima á síðustu misserum.*** Nú er svo komið, að ofsóknir gegn kristnu fólki í heiminum eru orðnar á borð við það sem mest hefur verið áður,*** í hinu heiðna Rómaveldi.

* http://news.sky.com/story/deadly-explosion-near-a-church-in-egypt-10831418  

** http://edition.cnn.com/2017/04/09/middleeast/egypt-church-explosion/index.html

*** Sbr. hér Fremja sannir múslimar og karlmenni fjöldamorð á kristnum konum og börnum?

**** Sjá hér: Um árleg tvöföldun á fjölda kristinna sem láta lífið vegna trúar sinna (úr predikun sr. Maríu Ágústsdóttur í Dómkirkjunni) og hér: Ofsóknir á kristnu fólki 2015 jöfnuðust á við þjóðernishreinsanir

Jón Valur Jensson, 9.4.2017 kl. 15:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband