Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2019
Þriðjudagur, 16.4.2019
Guðlaugur Þór Þórðarson afhjúpaður vegna blekkinga gagnvart þjóðinni og þingflokki Sjálfstæðiflokks og vegna hagsmunatengsla
Vesalings vængbrotni Guðlaugur Þór! Grátt er hann leikinn af snilldarleiðara Staksteina í dag, maðurinn berháttaður vegna gervifyrirvara sinna, sem og Þorsteinn Pálsson vegna glæfralegs hugsunarháttar síns.
Nánast allsherjar-þjóðarfylgi er komið í ljós með þjóðaratkvæðagreiðslu um orkupakkamálið, sama hvað þau streitast öll við, Þórdís Kolbrún, Guðlaugur Þór, Þorgerður Katrín og hlaupastrákur hennar Þorsteinn Víglundsson, sem öll segja þjóðaratkvæðagreiðslu af og frá!
Þá virðist Guðlaugur ramm-hagsmunatengdur við vatnsorkuríkar jarðir, eða hver er ekki hagsmunatengdur eiginkonu sinni?! Eða nær það bara til Sigmundar Davíðs, ekki til sjálfstæðismanna (sem einu sinni hétu því nafni, en þurfa að fara að skipta um nafn, með sína óþjóðhollu forystu).
Skoðið þetta allt og fleira í nærgöngulli samantekt undirritaðs: ORKUPAKKAMÁLIÐ - engar blekkingar, hagsmunatengdi GÞÞ, um "fyrirvara", takk! - og fari í þjóðaratkvæðagreiðslu!
Jón Valur Jensson.
Ber vitni um málefnafátækt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Orkumál, virkjanir, stóriðja | Breytt s.d. kl. 16:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 5.4.2019
Sífellt til vandræða með því að óhlýðnast lögum og reglu?
"Ætli þetta No Borders-fólk sé hætt sínum aðgerðum núna?" spurði málvinur undirritaðan á förnum vegi um fjögurleytið í dag, en ég taldi það af og frá. Nákvæmlega þá reyndust svo fimm mótmælendur, sem trufluðu fólk í húsakynnum dómsmálaráðuneytisins, verða handteknir af lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu og færðir til yfirheyrslu.
Lögreglan kom á vettvang að beiðni ráðuneytisins, en mótmælendurnir neituðu að hlýða ítrekuðum fyrirmælum lögreglumanna um að yfirgefa húsnæðið og voru því fluttir á lögreglustöð til skýrslutöku. (Mbl.is)
Spjallvinur minn var mjög eindregið á þeirri skoðun, að hælisleitendur, sem hingað koma, en hafa fargað vegabréfum sínum, eigi að sæta tafarlausri brottvísun og ekki seinna en innan 48 stunda. Aðrir slíkir, með löglega pappíra, fái fulla afgreiðslu (yfirleitt synjun) innan einnar viku að hámarki. Annað gildi svo um kvótaflóttamenn, þeir hafa miklu meiri réttindi.
Ekki eru þessir hælisleitendur (yfir 600 á árinu) þverskurður af útlendingum. Flestir eru karlmenn, flestir ungir og meiri hlutinn múslimar. Það eru yfir 60 múslimalönd í heiminum; eiga þeir ekki fremur þar heima, mæta þeir ekki mannúð þar og bræðralagi, og eiga þeir ekki auðveldara með að aðlagast þar sem flestir íbúar hafa sömu trú og jafnvel sömu siði og þeir og tala jafnvel arabísku eins og ýmsir þessara hælisleitenda hingað?
Eins má spyrja örhópinn No Borders og "góða fólkið" svokallaða hér á landi (það sem ekki efndi þó loforð um að hýsa hælisleitendur), hvort þeim sé það sérstaklega hugstætt að
- leggja álag á löggæzlufólk okkar og útgjöld ríkisins vegna vandræðamála þar sem hælisleitendur og NB-liðar eiga í hlut,
- fjölga hér sem mest ómenntuðu fólki frá löndum þar sem jafnvel er ýmsu ábótavant um fjölskylduhætti og siðahefðir, en sjaríalög útbreidd í sumum þeirra,
- efna til fleiri lögbrota á opinberum stöðum eins og að undanförnu?
- auka með tímanum á öryggisleysi ungra kvenna hér eins og í Svíþjóð og Danmörku gagnvart því að vera einar á ferð á kvöldin og nóttinni?
- stuðla að hlutfallslegri fækkun kristinna á Íslandi, og hvað er unnið með því? Er það kannski leiðin til að auka samheldni þjóðarinnar?
Jón Valur Jensson.
Mótmælendur handteknir í dómsmálaráðuneyti | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Löggæsla | Breytt s.d. kl. 19:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 5.4.2019
Gulltryggður okurgróði í vaxtamun gefur Landbankanum 10 milljarða í arð
Þetta er óeðlilegt, að ríkisbanki fái að níðast hér (ekki í öðrum frjálsum löndum) á alþýðufólki sem er að reyna að eignast þak yfir höfuðið, með áratuga vaxtapynd og verðtryggingu.
Setjum þessu liði stólinn fyrir dyrnar; verkalýðshreyfingin er byrjuð að reyna það, og hún hefur stuðning flokks okkar til þess.
Greiðir 9,9 milljarða í arð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 05:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 1.4.2019
Er þetta ekki íhugunarvert?
Ekki dugði sex milljarða ársframlag til flóttamanna, ríkisstjórnin varð að bæta tveimur milljörðum við! Á sama tíma dregur hún stórlega úr framlögum til fatlaðra og annarra! Sjáið um það athugasemd okkar á þessari talandi mynd:
Segir kröfur hælisleitenda fáránlegar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Innflytjendamál | Breytt s.d. kl. 06:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)