Sífellt til vandræða með því að óhlýðnast lögum og reglu?

"Ætli þetta No Borders-fólk sé hætt sínum aðgerðum núna?" spurði mál­vin­ur undir­ritaðan á förnum vegi um fjög­ur­leytið í dag, en ég taldi það af og frá. Nákvæmlega þá reyndust svo fimm mót­mæl­end­ur, sem trufl­uðu fólk í húsa­kynnum dómsmála­ráðu­neyt­is­ins, verða handteknir af lög­regl­unni á höfuð­borg­ar­svæðinu og færðir til yfirheyrslu.

Mynd 1120456 Lög­regl­an kom á vett­vang að beiðni ráðuneyt­is­ins, en mót­mæl­end­urn­ir neituðu að hlýða ít­rekuðum fyr­ir­mæl­um lög­reglu­manna um að yf­ir­gefa hús­næðið og voru því flutt­ir á lög­reglu­stöð til skýrslu­töku. (Mbl.is)

Spjallvinur minn var mjög eindregið á þeirri skoðun, að hælis­leit­endur, sem hingað koma, en hafa fargað vegabréfum sínum, eigi að sæta tafar­lausri brott­vísun og ekki seinna en innan 48 stunda. Aðrir slíkir, með löglega pappíra, fái fulla afgreiðslu (yfirleitt synjun) innan einnar viku að hámarki. Annað gildi svo um kvóta­flóttamenn, þeir hafa miklu meiri réttindi.

Ekki eru þessir hælisleitendur (yfir 600 á árinu) þverskurður af útlendingum. Flestir eru karlmenn, flestir ungir og meiri hlutinn múslimar. Það eru yfir 60 múslimalönd í heiminum; eiga þeir ekki fremur þar heima, mæta þeir ekki mannúð þar og bræðralagi, og eiga þeir ekki auðveldara með að aðlagast þar sem flestir íbúar hafa sömu trú og jafnvel sömu siði og þeir og tala jafnvel arabísku eins og ýmsir þessara hælisleitenda hingað?

Eins má spyrja örhópinn No Borders og "góða fólkið" svokallaða hér á landi (það sem ekki efndi þó loforð um að hýsa hælis­leit­endur), hvort þeim sé það sérstaklega hugstætt að

  1. leggja álag á löggæzlufólk okkar og útgjöld ríkisins vegna vandræðamála þar sem hælis­leitendur og NB-liðar eiga í hlut,
  2. fjölga hér sem mest ómenntuðu fólki frá löndum þar sem jafnvel er ýmsu ábótavant um fjölskylduhætti og siðahefðir, en sjaríalög útbreidd í sumum þeirra,
  3. efna til fleiri lögbrota á opinberum stöðum eins og að undanförnu?
  4. auka með tímanum á öryggisleysi ungra kvenna hér eins og í Svíþjóð og Danmörku gagnvart því að vera einar á ferð á kvöldin og nóttinni?
  5. stuðla að hlutfallslegri fækkun kristinna á Íslandi, og hvað er unnið með því? Er það kannski leiðin til að auka samheldni þjóðarinnar?

Jón Valur Jensson.


mbl.is Mótmælendur handteknir í dómsmálaráðuneyti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband