Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2019
Laugardagur, 19.1.2019
Norðurlöndin eru fjarri því að vera hryðjuverkafrí
Hnífstunguárás á konu í verzlun í miðborg Óslóar í gær er nú rannsökuð sem hryðjuverkaárás. Rússneskur ríkisborgari var handtekinn fyrir verknaðinn.
- Sagðist vilja ráða marga af dögum
- Við yfirheyrslur reyndist framburður árásarmannsins þess eðlis að öryggislögreglan PST yfirtók rannsókn málsins í dag. Benedicte Bjørnland, forstöðumaður PST, segir manninn hafa komið til Noregs frá Svíþjóð í gærmorgun og hafi hann lýst því yfir hjá PST að ásetningur hans hefði staðið til þess að koma mörgum manneskjum fyrir kattarnef í hryðjuverkaárás.
- Hún segir of snemmt að tengja manninn við ákveðin hryðjuverkasamtök en segir framburð hans hafa orðið til þess að lögregla rannsaki málið sem hryðjuverk.
- Árásarmaðurinn gerði einnig tilraun til að stinga starfsmann á búðarkassa í Kiwi en hafði ekki erindi sem erfiði.
- PST gaf það út í áhættumati sínu í fyrra að mesta ógnin sem steðjaði að Noregi nú væru mögulegar árásir einstaklinga og hópa undir áhrifum íslamskrar öfgahugmyndafræði. (Mbl.is, leturbr.jvj)
Það er ekki að furða, með allan þennan þjóðahrærigraut í Skandinavíu. En í næsta landi, Svíþjóð, hefur arabíska nú tekið við af finnsku sem það tungumál sem næstflestir tala.
JVJ.
Hnífstunga í Ósló talin hryðjuverk | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Öfgastefnur, fasismi og hryðjuverk | Breytt s.d. kl. 06:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Laugardagur, 12.1.2019
Notum lygamæla þegar menn leita hér alþjóðlegrar verndar
David Wood, fv. forstjóri innflytjendamála, vill að þeir sem fá dvalarleyfi í Bretlandi þurfi að gangast undir próf með lygamæli, enda sé hælisleitendakerfið misnotað í miklum mæli.
- Stutt er síðan Sajid Javid, innanríkisráðherra Bretlands, dró í efa að allir þeir hælisleitendur sem kæmu til Bretlands væru raunverulegir flóttamenn, en þeim sem hafa óskað hælis í Bretlandi hefur fjölgað undanfarna mánuði. Samkvæmt svörum frá innanríkisráðuneytinu stendur hins vegar ekki til að nýta lygamæla á hælisleitendur.
- Wood var varaforstjóri bresku landamærastofnunarinnar og þar á eftir forstjóri innflytjendamála áður en hann fór á eftirlaun 2015.
- Skýrsluna, sem birt var í dag, vann hann fyrir sjálfstætt starfandi hugveitu Civitas: Institute for the Study of Civil Society.
- Þar segir Wood m.a. núverandi kerfi vera notað til að auðvelda efnahagslega fólksflutninga og að allt að 15.000 hælisleitendur komi til landsins árlega án þess að hafa gilda ástæðu til að koma þangað sem slíkir. Leggur hann til að ein leið til að greina raunverulega flóttamenn frá öðrum sé að nota sjálfvirka tækni til að skanna umsóknir.
- Tæknin sé 90% nákvæm og taki um 20 mínútur. Skanninn veki athygli á tortryggilegum svörum þannig að þeir sem taki viðtölin við hælisleitendurna geti lagt áherslu á þau atriði. (Mbl.is)
Er þetta ekki tilvalið kerfi til að taka upp hér? -- fljótlegt í notkun og myndi spara okkur háar fjárhæðir við að grisja í þessum hópi í stað þess að láta þessi mál veltast hér í kerfinu mánuðum og misserum saman og enda svo jafnvel með brottvísun viðkomandi fólks. Skjót afgreiðsla og skilvirkni felur hér í sér mikinn sparnað fyrir samfélagið. Allir, sem hingað leita með hreinan skjöld og ekkert óhreint í pokahorninu, hljóta að verða fegnir að fá að standa sig vel í lygamælisprófi.
Jón Valur Jensson.
Noti lygamæli á hælisleitendur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Innflytjendamál | Breytt s.d. kl. 20:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)