Austurríkismenn ekki værukærir í málefnum flóttamanna og hælisleitenda

Rík­is­stjórn Aust­ur­rík­is hef­ur varað við því að hún muni jafn­vel grípa til aðgerða til þess að verja landa­mær­in við Ítal­íu og Slóven­íu (mbl.is). Þetta kem­ur í kjölfar þess að þýzka rík­is­stjórnin hyggst leggja höml­ur á komu flótta­fólks til lands­ins. 

Í sam­komu­lag­i um þetta milli Ang­elu Merkel, kanzlara Þýzka­lands, og Horst Seehofer inn­an­rík­is­ráðherra "kem­ur meðal ann­ars fram að eft­ir­lit á landa­mær­um Aust­ur­rík­is verði hert og komið í veg fyr­ir að hæl­is­leit­end­ur sem hafa sótt um hæli í öðrum ríkj­um Evr­ópu­sam­bands­ins fái að koma til Þýska­lands (mbl.is).

Og hér eru viðbrögð Austurríkismanna:

Aust­ur­rísk yf­ir­völd segja að þau verði viðbúin því að grípa til svipaðra aðgerða til þess að koma í veg fyr­ir að hæl­is­leit­end­ur geti komið til lands­ins um landa­mæri rík­is­ins í suðri. Með samþykkt þýsku rík­is­stjórn­ar­inn­ar sé enn einu sinni sýnt fram á mik­il­vægi sam­eig­in­legra varna ríkja Evr­ópu­sam­bands­ins. 

Kansl­ari Aust­ur­rík­is, Sebastian Kurz, mun í dag kynna fyr­ir Evr­ópuþing­inu í Strass­borg helstu áherslu­mál Aust­ur­rík­is sem fer með for­sæti í ESB næstu sex mánuðina. Er fast­lega gert ráð fyr­ir að þar verði mál­efni hæl­is­leit­enda og flótta­fólks of­ar­lega á baugi (mbl.is).

Hinni fyrstu miklu flóðbylgju flóttamanna og hælisleitenda til Evrópu frá löndum við sunnan- og austanvert Miðjarðarhaf fer nú væntanlega að linna að verulegu leyti, en mörg Evrópulönd (þó ekki Pólland, Tékkland, Slóvakía, Ungverjaland) eiga enn eftir að vinna úr sínum miklu viðfangsefnum sem af flóðbylgjunni hafa hlotizt. Vel má vera að hluti lausnarinnar verði sá, að flóttamenn geti snúið aftur til upprunalands síns, hafi friður komizt þar á. En hvað sem gerist í þeim efnum, er ljóst, að svigrúm Vestur-Evrópulanda verður nú meira, ekki minna, til að hjálpa heimilislausu og langþjökuðu fólki á stríðshrjáðum svæðum með fjárhags- og efnislegri neyðarhjálp í löndum þeirra eða í flóttamannabúðum í nálægum löndum.

Jón Valur Jensson.


mbl.is Ætla að verja landamæri Austurríkis
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband