Bloggfærslur mánaðarins, júní 2018

Vegna umræðna í sjónvarpssal kvöldið fyrir kosningar til borgarstjórnar

Ef Sigríði Hagalín og Einari Þorsteinssyni var alvara með að múslimar á Íslandi væru "aðeins þúsund hræður", af hverju þögðu þau þá um, að VG vill allt að ÞREFALDA þá tölu þeirra næstu 4 árin?

Vinstri græn eiga sæti í ríkis­stjórn, eru jafnvel með stól for­sætis­ráðherra, en þetta er í stefnuskrá þessa áhrifamikla flokks, þar er það yfirlýst stefna þeirra að við Ís­lend­ingar "eigum að taka á móti umtals­vert fleiri flótta­mönn­um, að lág­marki 500 á ári. Jafna þarf að­stæð­ur hælis­leit­enda og svo­kall­aðra kvóta­flótta­manna," segja þeir líka í stefnuskrá sinni. Þetta þýðir að lágmarki 2.000 nýja flóttamenn árin 2017-2021, á sama tíma og Danir hafa stöðvað slíkan straum, komnir niður í núll-kvóta um óákveðinn tíma. Og þeim hælis­leit­end­um, sem hingað eru komnir, m.a. múslimunum frá Balkanskaga, vilja VG veita sömu aðstæður og kvóta­­flóttamönnum. Píratar vilja enn fleiri flóttamenn hingað en VG.

"Samfylkingin vill byggja upp fjölmenningar­samfélag á Íslandi. Við viljum að Ísland beri meiri ábyrgð og taki á móti fleiri flótta­mönnum og vandi betur móttöku á fólki sem sækir um alþjóðlega vernd hér á landi." (Úr stjórnmála­ályktun flokksins, samþykktri á landsfundi 2018.)

Langflestir flóttamenn, sem hingað hafa komið síðustu árin, hafa verið frá múslimalöndum, sem og meirihluti hælisleitenda. Því er hér gert ráð fyrir því, að líkleg afleiðing næstu fjögur árin af stefnu þessara flokka gæti orðið um þreföldun múslima, miðað við tölu hinnar fjölmenningarsinnuðu Sigríðar og Sjálfstæðisflokksmannsins Einars ("þúsund hræður"). 

Samkvæmt vef Hagstofunnar um skráð trúfélög eru þrjú þeirra á vegum múslima:

  • Félag múslima á Íslandi: 547 meðlimir
  • Stofnun múslima á Íslandi: 98 meðlimir
  • Menningarsetur múslima á Íslandi: 406 meðlimir

Samtals: 1.051 meðlimur.

En rétt eins og með önnur trúfélög -- a.m.k. kaþólsku kirkjuna, þar sem undirritaður þekkir bezt til -- þá er fjöldi innflytjenda, sem hefur þá tilteknu trú, alveg utan skráningar trúfélaga hér, því að þeir eru ekki skráðir inn í kirkjuna sjálfkrafa við komu til landsins, þótt verið hafi meðlimir í sömu heimskirkju í föðurlandi sínu. Þetta mun skipta nokkrum þúsundum kaþólskra manna hér á landi.

Með sama hætti er mjög ólíklegt, að allir hingað komnir múslimar séu skráðir í ofangreind þrjú trúfélög.

En öfgaflokkur í þessu máli, um innflutning múslima til Íslands, er ekki Íslenska þjóðfylkingin, heldur Vinstri græn og þar að auki Píratar og Samfylkingin. Til marks um að þetta er augljóst má hafa eftirfarandi í huga:

1) Þá niðurstöðu skoðanakönnunar MMR í maí sl., að aðspurðir sögðu ýmist NÓG KOMIÐ (44,9%) af flóttamönnum eða OF MARGA KOMNA! (25,7%), sjá:

Flóttamannastefnu vinstri flokka hafnað í skoðanakönnun

2) og ennfremur, í viku eldri skoðanakönnun:

2/3 þeirra, sem afstöðu taka í Gallupkönnun, eru andvígir byggingu mosku í Sogamýri

Íslenska þjóðfylkingin á því samleið hér með þorra almennings. Að svo skuli samt hafa æxlazt, að sjónarmið flokks okkar náðu engu verulegu fylgi í nýafstöðnum kosningum, kemur til af mörgu, en meðal annars og ekki sízt af því, hvernig þáttarstjórnendum í nefndum þætti tókst að láta sem sjónarmið formanns flokksins væru út í hött,* ekki sízt með því að ýkja um áhrifin af sáralitlum fjölda múslima hér, og nutu þau þar einnig tilstyrks sumra annarra ræðumanna kvöldsins (á K-, R- og Y-lista) sem veittust að flokknum með rangtúlkun og ásökun um mismunun og jafnvel með lyginni dylgjað um að félagar í ÍÞ séu rasistar. Því fer víðs fjarri, eins og oft hefur komið fram í ályktunum flokksins og hér á þessari vefsíðu. 

Niðurstaða margra áheyrenda hefur e.t.v. verið sú, að þetta væri enn ekki orðið brýnt málefni á Íslandi og að ÍÞ ætti hvort eð væri of lítið fylgi til að koma að manni og því væri atkvæðinu kannski betur varið með "taktískri" kosningu einhvers annars flokks. En stefnumál ÍÞ eru raunar mörg og mikilvæg, ekki hvað sízt í húsnæðis- og samgöngumálum. Framsýn þurfum við líka að vera í innflytjendamálum, m.a. með hliðsjón af vitvana stefnu Vinstri grænna o.s.frv. og ekki hvað sízt með afar slæma reynslu frænda okkar í Skandinavíu í huga.

* Eitt á fr. Sigríður Hagalín Björnsdóttir eftir að benda á, máli sínu til sönnunar í nefndum þætti, þ.e.a.s. að til séu moskur samkynhneigðra og femínista! Samkynja mök eru dauðasök víða meðal múslima, og eitt er víst, að Múhameð sjálfur var bein andstæða alls femínisma! Þarf nokkuð að benda fr. Sigríði á hroðalegar staðreyndir um það mál, veit hún þetta ekki? Það er raunar alls ekki víst -- hún er kannski í sömu sporum og hinir fáfróðu leiðtogar fyrr og síðar í Samfylk­ingunni og VG, Logi Einarsson og Steingrímur J. Sigfússon, sem staðfestu það á kosninga­fundi á Egils­stöðum haustið 2016, að þeir hefðu EKKI lesið bók Hege Storhaug: Þjóðapláguna Íslam (Steingrímur kvaðst þó hafa flett henni á járn­brautar­stöð í Ósló!) og að þeir ætluðu sér EKKI að gera það! Báðir stinga þeir fremur höfði í sandinn en að kynna sér sannleikann. Það er svo sem á þeirra ábyrgð og þeirra flokka, en starfsmenn Ríkis­útvarpsins eiga ekki að komast upp með að fara með fleipur og skrök fyrir framan alþjóð í kosninga­þætti á úrslitastundu.

Jón Valur Jensson.


Þegar gott er launað með illu, er ástæða til að staldra við og breyta kannski um stefnu!

Við eigum öll að taka af­stöðu gegn kyn­þátta­hyggju, en það merk­ir ekki, að öll lönd eigi að vera öll­um op­in (m.a.s. eru mörg araba­lönd lok­uð öðr­um aröb­um eða músl­im­um). "No bord­ers"-stefna er gap­andi heimska. Mikið inn­flæði músl­ima (frem­ur en t.d. hindúa) er bein­línis hættu­legt og verður lang­tíma­vandamál eins og það er þegar orðið í Vestur-Evrópu, Svíþjóð og víðar, og versti áhættu­þátt­ur­inn er þó aukn­ing hryðju­verka -- manna sem hafa ekki snefil af virð­ingu fyrir því nýja þjóð­félagi sem fæðir þá þó og klæðir og eys í þá styrkjum!

Jón Valur Jensson.


mbl.is Níundi maðurinn ákærður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband