Bloggfærslur mánaðarins, september 2017
Fimmtudagur, 7.9.2017
STÓRTÍÐINDI Í HÆLISLEITENDAMÁLUM: Virkar aðgerðir til að senda tilhæfulausa hælisleitendur heim
Dómsmálaráðherra hefur gefið út reglugerðarbreytingu sem dregur úr þjónustu við stóran hluta hælisleitenda sem fengið hafa synjun eða dregið umsókn sína til baka. Verulega verður dregið úr þjónustu, s.s. húsnæði og vasapeningum til hælisleitenda sem koma frá ríkjum sem skilgreind eru sem örugg skv. nýrri reglugerð sem tók gildi 1. september. Með þessu verður málsmeðferð flýtt til muna. Fari viðkomandi ekki sjálfviljugir úr landi, hefur Útlendingastofnun vald til að vísa mönnum úr landi. "Innanríkisráðherra segir tilganginn að flýta málsmeðferð til muna, en Rauði krossinn gagnrýnir breytingarnar harðlega." (Stöð 2 í kvöld)
Stöð 2 segir frá:
Hersir Aron Ólafsson fréttamaður: "Breytingar á gildandi reglugerð um útlendinga voru staðfestar með undirskrift dómsmálaráðherra um síðustu mánaðamót, en breytingarnar lúta að málefnum hælisleitenda. Eitt ákvæði hinnar nýju reglugerðar veitir Útlendingastofnun heimild til að taka ákvarðanir í s.k. forgangsmálum strax að loknu fyrsta viðtali og án samhliða skriflegs rökstuðnings. Til slíkra forgangsmála teljast umsóknir sem eru taldar "bersýnilega tilhæfulausar.""
Sigríður Andersen dómsmálaráðherra: "Það eru annars vegar þá umsóknir frá öruggum ríkjum svokölluðum og hins vegar umsóknir sem fela ekki í sér ástæðu fyrir hælisumsókn, svo sem eins og flótta undan stríðsátökum og þar fram eftir götunum."
Fréttamaður: "Það sem af er ári hafa um 40-45% hælisumsókna hér á landi verið frá einhverju hinna svokölluðu öruggu ríkja, og falla umsóknir þeirra því í flokk hinna tilhæfulausu. Á síðsumarmánuðum hefur hlutfallið þó verið mun hærra, en í júlí voru um 70% umsækjenda frá skilgreindu öruggu ríki. Þetta skýrist þó helzt af því, að Georgíu var bætt á lista öruggra upprunaríkja um miðjan júlímánuð, en helmingur allra hælisumsækjenda í júlí voru Georgíumenn. Talsmaður hælisleitenda hjá Rauða krossinum setur spurningamerki við notkun listans:"
Kristjana Fenger, fulltrúi Rauða kross Íslands: "Við teljum að það sé vel hægt að vinna mál hratt og á réttlátan máta án þess að skerða réttaröryggi, án þess að notast við reglugerðarákvæði og lista yfir þessi upprunaríki. Útlendingastofnun hefur tiltölulega frjálsar hendur með hvaða ríki eru sett á þennan lista, og það er ekki sérlega gagnsætt hvers konar mat fer fram þegar ríki eru sett á hann."
Þorsteinn Gunnarsson hjá Útlendingastofnun: "Örugg upprunaríki eru sem sagt listi sem Útlendingastofnun setur yfir þau ríki þar sem við höfum framkvæmt ákveðna forskoðun eða grunnskoðun á þessum ríkjum og teljum að þau uppfylli þau skilyrði sem almennt eru gerð til þess að ríki teljist réttarríki og viðurkenna mannréttindi eins og okkar staða kveður á um."
Fréttamaður: "Með reglugerðinni er aftur á móti einnig dregið úr þjónustu við hælisleitendur sem hafa dregið umsóknir sínar til baka eða fengið við þeim synjun. Í slíkum tilfellum er bæði heimilt að fella niður þjónustu til hælisleitenda, sem og að hætta að greiða þeim framfærslufé."
Sigríður Andersen dómsmálaráðherra: "Það gengur auðvitað ekki að vera að veita slíka þjónustu eða veita fólki framfærslufé sem hefur fengið synjun um hæli hér og enn síður gagnvart fólki sem dregur umsókn sína til baka."
Fréttamaður: "Er þá ekki hætta á að það standi hérna fólk eftir aura- og matarlaust og komist ekki aftur heim?"
Dómsmálaráðherra: "Ja, það eru úrræði líka. Það er líka heimild fyrir Útlendingastofnun til þess að grípa inn í það með brottvísunum, og það er verið að skerpa heimild Útlendingastofnunar til að vísa mönnum brott úr landi og með endurkomubanni inn á Schengen-svæðið, þannig að þessi reglugerðarbreyting er nauðsynleg í mörgu tilliti."
Nánast var sagt frá þessu í kvöldfréttum Stöðvar 2 (ekki Rúv), sjá hér:
http://www.visir.is/section/media99?fileid=SRC9F7F5D8C-70E8-4C8B-922E-14767A424B8A
Jón Valur Jensson.
Skora á ráðherra að stöðva brot gegn börnum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 8.9.2017 kl. 06:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)