STÓRTÍĐINDI Í HĆLIS­LEIT­ENDA­MÁLUM: Virkar ađgerđir til ađ senda tilhćfulausa hćlisleitendur heim

Dómsmálaráđherra hefur gefiđ út reglu­gerđ­ar­breyt­ingu sem dregur úr ţjón­ustu viđ stóran hluta hćlis­leit­enda sem fengiđ hafa synj­un eđa dregiđ um­sókn sína til baka. Veru­lega verđur dregiđ úr ţjón­ustu, s.s. hús­nćđi og vasa­pen­ingum til hćlis­leit­enda sem koma frá ríkjum sem skil­greind eru sem örugg skv. nýrri reglu­gerđ sem tók gildi 1. september. Međ ţessu verđur máls­međferđ flýtt til muna. Fari viđ­komandi ekki sjálf­viljugir úr landi, hefur Útlend­inga­stofnun vald til ađ vísa mönnum úr landi. "Innanríkisráđherra segir tilgang­inn ađ flýta máls­međferđ til muna, en Rauđi krossinn gagnrýnir breytingarnar harđlega." (Stöđ 2 í kvöld)

Stöđ 2 segir frá:

Hersir Aron Ólafsson fréttamađur: "Breytingar á gildandi reglugerđ um útlendinga voru stađfestar međ undir­skrift dómsmála­ráđherra um síđustu mánađa­mót, en breyt­ingarnar lúta ađ málefnum hćlis­leitenda. Eitt ákvćđi hinnar nýju reglu­gerđar veitir Útlend­inga­stofnun heimild til ađ taka ákvarđanir í s.k. forgangs­málum strax ađ loknu fyrsta viđtali og án samhliđa skriflegs rök­stuđnings. Til slíkra forgangs­mála teljast umsóknir sem eru taldar "bersýnilega tilhćfu­lausar.""

Sigríđur Andersen dómsmála­ráđherra: "Ţađ eru annars vegar ţá umsóknir frá öruggum ríkjum svokölluđum og hins vegar umsóknir sem fela ekki í sér ástćđu fyrir hćlisumsókn, svo sem eins og flótta undan stríđsátökum og ţar fram eftir götunum."

Fréttamađur: "Ţađ sem af er ári hafa um 40-45% hćlis­umsókna hér á landi veriđ frá einhverju hinna svokölluđu öruggu ríkja, og falla umsóknir ţeirra ţví í flokk hinna tilhćfulausu. Á síđsumar­mánuđum hefur hlutfalliđ ţó veriđ mun hćrra, en í júlí voru um 70% umsćkj­enda frá skilgreindu öruggu ríki. Ţetta skýrist ţó helzt af ţví, ađ Georgíu var bćtt á lista öruggra uppruna­ríkja um miđjan júlímánuđ, en helmingur allra hćlisumsćkjenda í júlí voru Georgíumenn. Tals­mađur hćlis­leitenda hjá Rauđa krossinum setur spurninga­merki viđ notkun listans:"

Kristjana Fenger, fulltrúi Rauđa kross Íslands: "Viđ teljum ađ ţađ sé vel hćgt ađ vinna mál hratt og á réttlátan máta án ţess ađ skerđa réttaröryggi, án ţess ađ notast viđ reglugerđarákvćđi og lista yfir ţessi upprunaríki. Útlendinga­stofnun hefur tiltölulega frjálsar hendur međ hvađa ríki eru sett á ţennan lista, og ţađ er ekki sérlega gagn­sćtt hvers konar mat fer fram ţegar ríki eru sett á hann."

Ţorsteinn Gunnarsson hjá Útlendinga­stofnun: "Örugg upprunaríki eru sem sagt listi sem Útlendingastofnun setur yfir ţau ríki ţar sem viđ höfum framkvćmt ákveđna forskođun eđa grunn­skođun á ţessum ríkjum og teljum ađ ţau uppfylli ţau skilyrđi sem almennt eru gerđ til ţess ađ ríki teljist réttarríki og viđurkenna mann­réttindi eins og okkar stađa kveđur á um."

Fréttamađur: "Međ reglugerđinni er aftur á móti einnig dregiđ úr ţjónustu viđ hćlisleitendur sem hafa dregiđ umsóknir sínar til baka eđa fengiđ viđ ţeim synjun. Í slíkum tilfellum er bćđi heimilt ađ fella niđur ţjónustu til hćlisleitenda, sem og ađ hćtta ađ greiđa ţeim framfćrslufé."

Sigríđur Andersen dómsmálaráđherra: "Ţađ gengur auđvitađ ekki ađ vera ađ veita slíka ţjónustu eđa veita fólki framfćrslufé sem hefur fengiđ synjun um hćli hér og enn síđur gagnvart fólki sem dregur umsókn sína til baka."

Fréttamađur: "Er ţá ekki hćtta á ađ ţađ standi hérna fólk eftir aura- og matarlaust og komist ekki aftur heim?"

Dómsmálaráđherra: "Ja, ţađ eru úrrćđi líka. Ţađ er líka heimild fyrir Útlendinga­stofnun til ţess ađ grípa inn í ţađ međ brott­vísunum, og ţađ er veriđ ađ skerpa heimild Útlendinga­stofnunar til ađ vísa mönn­um brott úr landi og međ endurkomu­banni inn á Schengen-svćđ­iđ, ţannig ađ ţessi reglu­gerđ­arbreyting er nauđsynleg í mörgu tilliti."

Nánast var sagt frá ţessu í kvöldfréttum Stöđvar 2 (ekki Rúv), sjá hér:  

http://www.visir.is/section/media99?fileid=SRC9F7F5D8C-70E8-4C8B-922E-14767A424B8A

Jón Valur Jensson.


mbl.is Skora á ráđherra ađ stöđva brot gegn börnum
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sćll Jón Valur

Ţađ er góđ byrjun, en bara byrjun.

Merry (IP-tala skráđ) 7.9.2017 kl. 20:55

2 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Ţađ var tímabćrt ađ tekiđ vćri á ţessum tilhćfulausu umsóknum.

Ragnhildur Kolka, 7.9.2017 kl. 21:58

3 Smámynd: Merry

 Czech Republic, Hungary, Poland and Slovakia - svo kallađ Visegrad 4 löndum , ţessa lönd ćtlar ekki gera eins og EU vill og ćtlar ekki taka einn innflýtjandi. Ísland á ađ vera eins og ţeim.

Merry, 8.9.2017 kl. 21:46

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband