Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2017

Tveir með tengsl við hryðju­­verka­­sam­tök óskuðu hér eft­ir alþjóð­legri vernd. Ísland gegn­um­streymis­land. Hryðju­verka­hætta á Íslandi enn "metin í meðallagi"

skv. grein­ing­ar­deild rík­is­lög­reglu­stjóra, þ.e.a.s.: al­mennt er talið „að ekki sé hægt að úti­loka hættu á hryðju­verk­um vegna ástands inn­an­lands eða í heims­mál­um.“

Á ár­un­um 2015 og 2016 voru rúm­lega 20 hryðju­verk fram­in í Evr­ópu en að á sama tíma er ljóst að lög­reglu hafi tek­ist að „koma í veg fyr­ir tugi fyr­ir­hugaðra árása,“ seg­ir í skýrsl­unni.

Grein­ing­ar­deild­in hef­ur upp­lýs­ing­ar um að á sama tíma „hafi komið hingað til lands ein­stak­ling­ar með tengsl við hryðju­verka­sam­tök og óskað eft­ir alþjóðlegri vernd.“

Í sam­tali við RÚV staðfest­ir Ásgeir Karls­son hjá grein­ing­ar­deild rík­is­lög­reglu­stjóra að um tvo ein­stak­linga sé að ræða sem hafi komið til lands­ins á ár­un­um 2015 og 2016. Ásgeir sagði að menn­irn­ir væru farn­ir úr landi en vildi ekki veita upp­lýs­ing­ar um hvenær eða hvernig það hefði verið. (Mbl.is)

Á Norður­lönd­um er sagt í skýrslunni að hryðju­verka­ógn­in sé „einkum tal­in stafa af her­ská­um íslam­ist­um“ og að yf­ir­völd þar hafi „vax­andi áhyggj­ur af rík­is­borg­ur­um sem snúa heim eft­ir að hafa tekið þátt í bar­dög­um og ógn­ar­verk­um í Mið-Aust­ur­lönd­um í nafni hryðju­verka­sam­taka.“ Mest er hættan metin í Danmörku, á 4. þrepi á fimm stiga kvarða; þar telst hryðju­verka­ógn­in áfram vera al­var­leg, en í Svíþjóð er hún á þriðja þrepi (sjá nánar viðtengda Mbl.is-frétt um önnur Norðurlönd, en ástandið versnar fremur en hitt).

Hér eru jákvæðir hlutir, er snúa að okkur:

Grein­ing­ar­deild tel­ur að ógn­ar­mynd­in sé nokkuð frá­brugðin á Íslandi þar sem að ekki sé „vitað til þess að Íslend­ing­ar hafi gengið til liðs við hryðju­verka­sam­tök.“ Þá er sam­setn­ing hóps­ins sem sæk­ir um vernd á Íslandi önn­ur en á hinum Norður­lönd­un­um.

„Þar er flótta­fólk frá Mið-Aust­ur­lönd­um stærsti hóp­ur­inn. Á Íslandi eru flest­ir þeirra sem leita alþjóðlegr­ar vernd­ar frá lönd­um þar sem friður rík­ir.“ Í skýrsl­unni seg­ir þó að hæl­is­leit­end­um frá átaka- og spennu­svæðum hafi fjölgað „veru­lega á Íslandi árið 2016“ og að lík­legt sé „að sú þróun haldi áfram.“ (Mbl.is, leturbr. jvj; meðal þessara landa eru Írak og Afganistan, aths. jvj).

Gleymum ekki þessu og sérstaklega því sem fylgir þar síðast (feitletr. JVJ):

Á Íslandi og í öðrum vest­ræn­um ríkj­um staf­ar einnig ógn „af getu hryðju­verka­sam­taka til að koma á fram­færi áróðurs­boðskap á in­ter­net­inu og sam­fé­lags­miðlum í því skyni að hvetja til hryðju­verka.“

„Þá er sá mögu­leiki fyr­ir hendi að á Íslandi fari fram skipu­lagn­ing hryðju­verka sem ráðgert er að fremja í öðru ríki,“ seg­ir í skýrsl­unni, en grein­ing­ar­deild hef­ur einnig upp­lýs­ing­ar um að „Ísland hafi verið notað sem „gegn­um­streym­is­land“ manna frá Norður-Am­er­íku á leið til og frá þátt­töku í bar­dög­um í Mið-Aust­ur­lönd­um í nafni Rík­is íslam."

(Svo halda sumir, að stjórn Trumps hafi enga ástæðu til að óttast frjálsa komu manna til Bandaríkjanna frá suðupottum átaka í Mið-Austurlöndum!)
 
Þá eru í skýrslunni fróðlegar upplýsingar um hvernig ríki inn­an Evr­ópu­sam­bands­ins meti ógn vegna hryðju­verka, frá lágu hættu­stigi til þess hæsta, "en mest er ógn­in í Vest­ur-Evr­ópu, til dæm­is í Frakklandi, Belg­íu, Bretlandi, Dan­mörku og á Spáni." ---Helstu breyt­ing­ar, sem orðið hafa á síðustu árum, eru hér tíundaðar:
  1. „Í fyrsta lagi hafa á síðustu tveim­ur árum verið fram­in stór­felld hryðju­verk í Evr­ópu sem kostað hafa hundruð manna lífið auk þess sem fjöldi óbreyttra borg­ara hef­ur særst og örkuml­ast.“
  2. „Í öðru lagi hef­ur staðan á átaka­svæðum í Mið-Aust­ur­lönd­um breyst. […] Þetta hef­ur í för með sér að dregið hef­ur stór­lega úr þeim fjölda manna sem ferðast til Mið-Aust­ur­landa í því skyni að berj­ast í nafni ISIS. […] Til­tæk­ar heim­ild­ir benda til að um­snún­ing­ur hafi orðið á streymi er­lendra víga­manna til Mið-Aust­ur­landa og nú leggi ein­hverj­ir þeirra kapp á að kom­ast frá átaka­svæðunum og aft­ur til fyrri heim­kynna í Evr­ópu […] með til­heyr­andi ör­ygg­is­ógn gagn­vart ríkj­um Evr­ópu.“ (Leturbr.jvj)
  3. „Loks hafa átök­in í Sýr­landi/Írak kallað fram for­dæma­laus­an flótta­manna­straum til Evr­ópu. Vest­ræn­ar lög­gæslu­stofn­an­ir telja al­mennt að áhætta kunni að vera fólg­in í þeim fólks­flutn­ing­um. Bent er á þann mögu­leika að ís­lömsk hryðju­verka­sam­tök nýti sér veik­leika á landa­mær­um […].“ (Leturbr.jvj)

JVJ tíndi saman úr fréttinni.


mbl.is Tveir með tengsl við hryðjuverkasamtök
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband