Hvar vill ríkisstjórnin taka alla þessa tugi óvæntu milljarða? - FRÁ ÞJÓÐINNI !

Við frétt um 85 nýja flóttamenn skrifar einn (spurður hve mörgum ætti að taka á móti): "Eins mörgum og við getum. Það er nóg pláss hér"! 

En þetta er ekki spurn­ing um "pláss", heldur gríð­ar-fjár­veit­ingar! á sama tíma og ríkis­stjórnin sker niður við Land­spítal­ann um meira en tvo milljarða og býður upp á fjárlög með 15 milljarða halla (!!) og heldur áfram að svíkja þá sem standa höllum fæti. Ekki þarf því að furða sig á því, að undirritaður spurði viðkom­andi Hauk:

Á hvaða plánetu býrð þú, væni, eða vex kannski peninga­tré í garðinum hjá þér?!

Og langtíma-aðlögun innflutts fólks með allt annan bakgrunn en við, menningar- og þjóð­félags­lega og í þeirra eigin persónulegu fortíð, er ekki bara spurning um endalaust fjárstreymi til þess fólks, iðulega næstu 20 árin að minnsta kosti.

Einn álitsgjafi, ágæt kona á Facebók, Guðrún Skúladóttir, tók sterkar til orða en hér var gert, segjandi:


"Það ætti að kæra ríkisstjórn landsins fyrir landráð, við eigum ekki að taka einn einasta flóttamann né hælis­leitanda inn í fámennið hér, það á að hjálpa þessu fólki heima hjá því sjálfu eða sem næst þeirra heimaslóðum, frekar ætti að fara að hjálpa Sýrlendingum heim og fl. Mitt mat,"
 
sagði hún, eftir afar slæma reynslu hennar af flóttamönnum og hælis­leit­endum í Svíþjóð og Noregi.
 
En ríkisstjórnin sefur á verðinum, og fjármálaráðherrann tekur að sér að sólunda skattfé almennings, af því að það er óskamál Vinstri grænna, sem vilja fjölga hér um 1500 hælis­leitendur og flóttamenn á hverju ári samkvæmt sjálfri lands­svika-stefnuskrá þeirra
 
Og það er ekkert bein í nefinu á Bjarna Ben. hvað þá þessum Sigurði Inga. Þarna leiðir blindur blindan, þegar stefnt er út í ófæruna, -- því að ófæra er þetta, það eru Danir farnir að viðurkenna með því að reyna að snúa flóttamanna- og hælis­leit­enda­straumnum til baka, enda farinn að taka ómælt af starfsfé lögreglunnar, til viðbótar við allt annað! En hér sker ríkis­stjórn­in niður fjárveitingar til lögreglunnar -- þær eru nú þær næst­minnstu allra þjóða í Evrópu!
 

Jón Valur Jensson, í flokksstjórn Í.Þ.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Sérlega góðir í að þjálfa skilvitin "blind" og "heyrnalaus" þegar skylda þeirra gagnvart ÞJÓÐINNI kallar á heiðarleika.Þeir vita það vel og samviskan á einhverntíma eftir að naga þá inn að beini.

Helga Kristjánsdóttir, 16.11.2019 kl. 17:25

2 Smámynd: Íslenska þjóðfylkingin

Þakka þér, Helga!

JVJ.

Íslenska þjóðfylkingin, 16.11.2019 kl. 21:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband