Miðvikudagur, 24.7.2019
Um 3,7 milljónir innflytjenda á Norðurlöndunum árið 2018
Það er áhyggjuefni hve hratt hlutfall innflytjenda og annarrar kynslóðar innflytjenda í íbúafjöldanum á Norðurlöndum hefur rokið upp á þessari öld.
Í Svíþjóð bjuggu í fyrra tvöfalt fleiri innflytjendur en árið 2000. Árið 2000 voru þeir um milljón, en um tvær milljónir í fyrra. Við það bætast innflytjendur af annarri kynslóð. (Mbl.is)
Og eins og nýlega kom fram í fréttum, hefur innflytjendum einnig fjölgað mikið hér á landi. Þeir voru alls 43.726 í nóvember á liðnu ári (sjá sundurgreiningu þeirra eftir þjóðernum), þ.e. 10,9% mannfjöldans (sjá hér um fjölgun þeirra frá 1950).
En lítum aftur á ástandið hjá frændþjóðum okkar, skv. Mbl.is (leturbr. hér):
Samkvæmt gögnum frá hagstofum ríkjanna bjuggu um 3,7 milljónir innflytjenda á Norðurlöndunum árið 2018, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu [24. júlí].
Það er sennilega leitun að þeim löggæzlumönnum á Norðurlöndunum sem telja þessa mannfjölgun hafa orðið til blessunar fyrir öryggismál íbúanna sem fyrir voru. Þarf naumast að tíunda það hér, hve mjög innbrot, vopnaðar árásir, eignaspjöll og glæpir gegn konum hafa sett sinn svip á fréttir frá Skandinavíu á síðari árum. Er ekki eitthvað af því að læra fyrir okkur Íslendinga?
Jón Valur Jensson.
Innflytjendum fjölgar á Norðurlöndum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Norræn lönd | Aukaflokkar: Innflytjendamál, Islam, múslimar, Mið-Austurlönd, Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:38 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.