Miðvikudagur, 13.3.2019
Þjóðfylkingin boðar til útifundar á Austurvelli nk. laugardag vegna ofbeldis mótmælahóps þar í gær
Í skoðanakönnun Útvarps Sögu var spurt til hádegis í dag: "Styður þú kröfur þeirra hælisleitenda sem mótmælt hafa að undanförnu?" -- NEI sögðu 94%, JÁ sögðu tæplega 5% og hlutlausir 1,7%. ALLUR STRAUMURINN ER MEÐ GAGNRÝNENDUM MÓTMÆLAHÓPSINS Á AUSTURVELLI Í GÆR!
Íslenska þjóðfylkingin hefur nú boðað til þögullar mótmælastöðu á Austurvelli nk. laugardag kl. 13-14 með þessari auglýsingu á Facebók flokksins:
Mótmælum ofbeldi hælisleitenda gegn íslensku samfélagi og lögreglunni okkar á Austurvelli laugardaginn 16. mars kl. 13 til 14. Við ætlum að mæta með íslenska fánann í friðsömum og þögulum mótmælum.
Í viðtengdri frétt (sjá tengil hér neðar) má lesa, frá aðstandendum mótmælanna í gær, að þeir tala um þær aðgerðir þannig: "The occupation of the square has officially started! It is just the beginning!"
Ætlar almenningur þessa lands að sætta sig við það, að fámennur hópur löglausra hælisleitenda, með ofurróttækum stuðningsmönnum þeirra ("No Borders"-liði, stjórnleysingjum o.fl.), yfirtaki eða "hertaki" sjálfan Austurvöll?! Því verður seint trúað.
Allir þjóðræknir menn, sem heimangengt eigið á þennan útifund á laugardaginn, takið þátt í þeirri þöglu, en virðingarfullu aðgerð, sem boðuð er til stuðnings lögum og reglu, okkar lögmæta ríkisvaldi og lögreglu landsins, sem aðeins gerði skyldu sína og meiddi ekki einn einasta mann, þegar hún veitti ólögmætum aðgerðum mótspyrnu á Austurvelli í gær.
Jón Valur Jensson.
Hyggjast gista á Austurvelli | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Löggæsla | Aukaflokkar: Skoðanakannanir, Stjórnmál og samfélag, Innflytjendamál | Breytt s.d. kl. 16:45 | Facebook
Athugasemdir
Af hverju farið þið ekki bara báðir (94 prósentin) með naglaspýtur og reynið að lemja með þeim hælisleitendurna - vitandi að ef naglarnir ykkar virka munu þeir ekki komast á spítala fyrr en eftir dúk og disk?
Þorsteinn Siglaugsson, 13.3.2019 kl. 23:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.