Sjálfstæðisflokkurinn er opinbert hneyksli

Það er opinbert hneyksli hve ríkis­starfs­mönnun fjölgar undir stjórnar­for­ystu Sjálf­stæðis­flokksins, um tæpl. 1.600 á 3 árum, 2015-2017, þar af 619 árið 2017!

Það er regin­hneyksli hve flokk­ur­inn hleður undir sjálf­an sig til fram­boðs í kosn­ingum með ýmsum bola­brögðum, ofurstyrkjum til sjálfs sín (hundruðum milljóna), 5%-reglunni, skipt­ingu eins lög­sagnar­umdæmis í tvö kjördæmi og þar fram eftir götunum.

Það er háska­legt hneyksli sem vofir yfir þjóðinni: að þessi Sjálf­stæð­is­flokkur virðist ætla að samþykkja Þriðja orku­pakka Evrópu­sambandsins!

Það er skelfi­legasta hneykslið, að flokkur, sem í eina tíð gaf sig út fyrir að styðja kristin gildi, hefur tekið að sér að boða aukin fjöldadráp á börnum allt fram til þess, er þau eru komin svo langt í meðgöngu, að mörg slík hafa lifað það af að fæðast! (á þá stað­reynd benti jafnvel Siðfræðistofnun í áliti sínu í fyrradag). Já, það er hneyksli að þessi flokkur virðir ekki mannslífið í móðurlífi og er þá frekar reiðubúinn að auka kvöl ófæddra (sem komin eru með fullt sársaukaskyn 20 vikna) til loka 22. viku meðgöngu!

Þessi forsmán þarf senn að leggja niður völd: andkristið forystulið Sjálfstæðisflokksins.

Jón Valur Jensson.


mbl.is Ríkisstarfsmönnum fjölgaði frá 2015
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband