Endurmeta þarf lögmæti þess að Dagur B. & Co. sitji áfram að kjötkötlum borgarbúa

Taka ber undir þá kröfu Vigdísar Hauksdóttur, að endur­metið verði lögmæti eður ólögmæti borgar­stjórnar­kosn­inganna sl. vor að lokinni góðri skoðun þeirra og rannsókn.

Svo margt hefur raunar farið úrskeiðis í stjórn borgarinnar og komið upp á yfirborðið síðan í vor (braggamálið o.fl. brotamál gervimeirihlutans), að Dagur B. & Co. eiga pólitíska framtíð sína undir því, að þessar kosningar verði ekki endurteknar, sem þó virðist geta verið það eina rétta í málinu, eftir næsta augljós stjórnsýslubrot Ráðhúsmanna í sambandi við hlutdræg skilaboð send vissum hópum kjósenda rétt fyrir síðustu borgarstjórnar­kosningar.

Það er ekki ónýtt að lögfræðingurinn Vigdís hafi glöggt auga með þessum og öðrum brekum borgarstjórnar-gervimeirihlutans.

JVJ.


mbl.is Skera úr um lögmæti kosninganna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband