Laugardagur, 19.1.2019
Norðurlöndin eru fjarri því að vera hryðjuverkafrí
Hnífstunguárás á konu í verzlun í miðborg Óslóar í gær er nú rannsökuð sem hryðjuverkaárás. Rússneskur ríkisborgari var handtekinn fyrir verknaðinn.
- Sagðist vilja ráða marga af dögum
- Við yfirheyrslur reyndist framburður árásarmannsins þess eðlis að öryggislögreglan PST yfirtók rannsókn málsins í dag. Benedicte Bjørnland, forstöðumaður PST, segir manninn hafa komið til Noregs frá Svíþjóð í gærmorgun og hafi hann lýst því yfir hjá PST að ásetningur hans hefði staðið til þess að koma mörgum manneskjum fyrir kattarnef í hryðjuverkaárás.
- Hún segir of snemmt að tengja manninn við ákveðin hryðjuverkasamtök en segir framburð hans hafa orðið til þess að lögregla rannsaki málið sem hryðjuverk.
- Árásarmaðurinn gerði einnig tilraun til að stinga starfsmann á búðarkassa í Kiwi en hafði ekki erindi sem erfiði.
- PST gaf það út í áhættumati sínu í fyrra að mesta ógnin sem steðjaði að Noregi nú væru mögulegar árásir einstaklinga og hópa undir áhrifum íslamskrar öfgahugmyndafræði. (Mbl.is, leturbr.jvj)
Það er ekki að furða, með allan þennan þjóðahrærigraut í Skandinavíu. En í næsta landi, Svíþjóð, hefur arabíska nú tekið við af finnsku sem það tungumál sem næstflestir tala.
JVJ.
![]() |
Hnífstunga í Ósló talin hryðjuverk |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Öfgastefnur, fasismi og hryðjuverk | Aukaflokkar: Löggæsla, Norræn lönd, Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 06:32 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.