Förum okkur hægt í móttöku flóttamanna og hælisleitenda! Önnur mál miklu brýnni ...

Banda­ríkjastjórn­ ætlar að draga úr árlegum fjölda flótta­manna sem fái að koma þang­að, nið­ur í 30.000. Það jafn­gild­ir um 30 manns hér, en hitt ber að hafa í huga, að ekki vor­um við ábyrg fyrir borg­ara­stríði í Sýr­landi, sem er stór or­sök hins al­þjóð­lega flótta­manna­vanda, en stjórn Obama og Hillary Clinton gerði sitt til að hrinda af stað upp­reisn­inni gegn Assad Sýrlands­forseta.

Stefna Vinstri grænna að taka hér við 500 flótta­mönn­um á ári er gersamlega út úr kú og tekur hvorki mið af getu okkar, siðferðis­legum skyldum né af fyrir­sjá­anlega vara­sömum afleið­ingum mikils flótta­manna­straums, eins og nágranna­þjóðir okkar hafa upplifað (Skandinavía, Bretland, Holland, Belgía, Þýzkaland).

Meðan ríkisstjórnin og sveitar­stjórn­ir sinna hvorki þeim stjórnar­skrár­bundnu skyldum sínum (76. gr.) að tryggja framfærslu fátækra, öryrkja og heimilis­lausra né að sinna brýnni þörf sjúklinga fyrir lífsnauð­syn­leg lyf, þá er fráleitt af þeim að ausa milljörðum í aðkom­andi flóttamenn og (að mestu leyti) ólöglega hælis­leitendur. Í fyrra kastaði ríkis­stjórnin, gegnum ýmis ráðuneyti sín, sex millj­örðum króna í hælisleitendur! Á sama tíma fá krabba­meins­sjúklingar jafnvel ekki þau lyf sem þeir þurfa á að halda! Ennfremur eru lyf hér mörg alls ekki í neinum gæðaflokki.

Stjórnvöldum í þessu lýðveldi ber að annast sína eigin borgara fyrst, áður en þau, undir þrýstingi annarlegra afla, fara að spá í að flytja inn fleiri flótta­menn og hælis­leit­endur. Og með hagkvæmni og nýtingu hjálpar­fjár í huga, er miklu skilvirkara að styrkja bágstadda í 3. heiminum í þeirra eigin löndum í stað þess að flytja vanda þeirra inn til Íslands, þar sem á báða bóga er erfitt um aðlögun að gerólíku samfélagi, menningu og siðferðisvenjum.

Jón Valur Jensson. Höf. er í flokksstjórn Íslensku þjóðfylkingarinnar.


mbl.is Minnka flóttamannakvótann í 30.000
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

Ekki sleppur Trumpsstjórnin við gagnrýni vegna þessarar fækkunar í móttöku flóttamanna, en utanríkisráðherra Bandaríkjanna, Mike Pom­peo, "seg­ir hins veg­ar rangt að líta á flótta­manna­kvót­ann sem einu mæli­stik­una á aðstoð Banda­ríkj­anna við þá sem minna mega sín um heim­inn" (mbl.is).

Jón Valur Jensson, 19.9.2018 kl. 00:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband