Þriðjudagur, 18.9.2018
Förum okkur hægt í móttöku flóttamanna og hælisleitenda! Önnur mál miklu brýnni ...
Bandaríkjastjórn ætlar að draga úr árlegum fjölda flóttamanna sem fái að koma þangað, niður í 30.000. Það jafngildir um 30 manns hér, en hitt ber að hafa í huga, að ekki vorum við ábyrg fyrir borgarastríði í Sýrlandi, sem er stór orsök hins alþjóðlega flóttamannavanda, en stjórn Obama og Hillary Clinton gerði sitt til að hrinda af stað uppreisninni gegn Assad Sýrlandsforseta.
Stefna Vinstri grænna að taka hér við 500 flóttamönnum á ári er gersamlega út úr kú og tekur hvorki mið af getu okkar, siðferðislegum skyldum né af fyrirsjáanlega varasömum afleiðingum mikils flóttamannastraums, eins og nágrannaþjóðir okkar hafa upplifað (Skandinavía, Bretland, Holland, Belgía, Þýzkaland).
Meðan ríkisstjórnin og sveitarstjórnir sinna hvorki þeim stjórnarskrárbundnu skyldum sínum (76. gr.) að tryggja framfærslu fátækra, öryrkja og heimilislausra né að sinna brýnni þörf sjúklinga fyrir lífsnauðsynleg lyf, þá er fráleitt af þeim að ausa milljörðum í aðkomandi flóttamenn og (að mestu leyti) ólöglega hælisleitendur. Í fyrra kastaði ríkisstjórnin, gegnum ýmis ráðuneyti sín, sex milljörðum króna í hælisleitendur! Á sama tíma fá krabbameinssjúklingar jafnvel ekki þau lyf sem þeir þurfa á að halda! Ennfremur eru lyf hér mörg alls ekki í neinum gæðaflokki.
Stjórnvöldum í þessu lýðveldi ber að annast sína eigin borgara fyrst, áður en þau, undir þrýstingi annarlegra afla, fara að spá í að flytja inn fleiri flóttamenn og hælisleitendur. Og með hagkvæmni og nýtingu hjálparfjár í huga, er miklu skilvirkara að styrkja bágstadda í 3. heiminum í þeirra eigin löndum í stað þess að flytja vanda þeirra inn til Íslands, þar sem á báða bóga er erfitt um aðlögun að gerólíku samfélagi, menningu og siðferðisvenjum.
Jón Valur Jensson. Höf. er í flokksstjórn Íslensku þjóðfylkingarinnar.
Minnka flóttamannakvótann í 30.000 | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Innflytjendamál | Aukaflokkar: Islam, múslimar, Mið-Austurlönd, Stjórnmál og samfélag, Trúmál og siðferði | Breytt 19.9.2018 kl. 00:26 | Facebook
Athugasemdir
Ekki sleppur Trumpsstjórnin við gagnrýni vegna þessarar fækkunar í móttöku flóttamanna, en utanríkisráðherra Bandaríkjanna, Mike Pompeo, "segir hins vegar rangt að líta á flóttamannakvótann sem einu mælistikuna á aðstoð Bandaríkjanna við þá sem minna mega sín um heiminn" (mbl.is).
Jón Valur Jensson, 19.9.2018 kl. 00:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.