Reykjavíkurbréf afhjúpar klúðrið í stjórnun Reykjavíkurborgar

"Hann [Dagur B.Egg.] er bara svona. Tveimur vikum fyrir síðustu kosningar og eftir átta ár við völd tók hann óvænt að lofa því að "setja Miklubraut í stokk" og voru verktakar þá í óða önn að láta handraða grjóti í net beggja vegna við hana og áttu enn ófrágengið verkið Klambratúnsmegin! Þeir vissu ekki hvort þeir ættu að trúa á stokk eða steina."

Þetta er bara eitt dæmi úr þessu Reykjavíkurbréfi í dag, þar sem rakin eru sorglega hláleg atriði um ofstjórn og stjórnleysi í Ráðhúsinu í Reykjavík. Er þar ekki sízt komið inn á lóða- og byggingarmál í borginni, fimm unnin kærumál á hendur henni, leikskólamál o.fl.

Reykjavíkurbréfin eru með því albezta sem sést í blaðamennsku á Íslandi, oft launfyndin og kitla marga hláturvöðva. Ekki eru þau birt á netinu nema áskrif­endum Morgunblaðsins, sem geta vitaskuld lesið þau í blaðinu sjálfu. Gaman­sem­in þarna og frábær stílbrögðin eru því gjarnan hulin sjónum meirihluta Íslendinga.

En Halldór Jónsson verkfræðingur hefur á stundum tekið sér bessaleyfi til að endurbirta heilu og hálfu Reykjavíkurbréfin, og það gerði hann einmitt á bloggi sínu í dag, á 232. afmælisdegi Reykjavíkur sem kaupstaðar, og má lesa það hér (en lokaorðin í 4-5 klausum mun HJ eiga sjálfur, sem og inngangsorðin): 

Borgarmálin

Jón Valur Jensson.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband