Múslimum fjölgar hratt í Evrópu, meðan kristnum fækkar

[Ef ástandið var orðið svona 2007, hvernig er það nú? Já, hér sést, að hlutirnir eru í raun fljótir að gerast!]

Hvað sem mönnum kann að finnast um stutt­mynd­ina Fitna, sem fjallar um islam og islam­isma í Evrópu, þá eru eftir­far­andi tölur um múslimi í Hollandi og álf­unni allri sannarlega augna­opnandi:

Fjöldi múslima í Hollandi: 

  • 1909:  54
  • 1960:  1399
  • 1990:  450.000
  • 2004:  944.000

Fjöldi múslima í Evrópu árið 2007: 54.000.000.

Þetta er skv. pistli Skúla Skúlasonar: FITNAH TEXTI MYNDARINNAR ÍSLENSKAÐUR, 3. ÞÁTTUR.

Á sama tíma og þessi gríðarlega aukning hefur átt sér stað á fjölda Múhameðstrúarmanna á síðustu áratugum, hefur ekki aðeins trúuðum kristnum mönnum fækkað, heldur stefna sumar þjóðirnar sjálfar hraðbyri að eigin útþurrkun. Þegar barnafjöldi á hverja konu á barneignaaldri er kominn niður í 1,3, eins og reyndin er í Rússlandi, Þýzkalandi, Tékklandi, á Spáni og Ítalíu, þá fækkar börnum barneignakynslóðarinnar tífalt á hverjum fimm kynslóðum (um 120-150 árum) og hundraðfalt á tíu kynslóða tímabili. Þessi fólksfækkun nefndra landa og fleiri á sér stað þrátt fyrir mun meiri fjölgun ýmissa innflytjenda, þannig að demógrafískt séð eru þar að eiga sér stað jafnvel enn meira afgerandi breytingar: hinn evrópski kynstofn kristinna manna á hægri útleið, meðan aðrir gerast erfingjar landsins.

Og hvernig lízt mönnum nú ná? 

Sorglegast alls í sambandi við þessa fólksfækkun er hversu stór hluti hennar á sér stað vegna fósturdeyðinga og (jafnvel hér á landi) ófrjósemisaðgerða í stórum stíl. Sá bóndi, sem þannig hagaði sér við bústofninn, yrði seint sagður stefna að því að verða fjárríkur maður.

 

Þessi grein er hér endurbirt af Moggabloggi undirritaðs 5. apríl 2008 (Múslimum fjölgar hratt í Evrópu, meðan kristnum fækkar). Þar voru alls 72 athugasemdir í fjörugri umræðu á eftir greininni! --JVJ.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband