Föstudagur, 20.7.2018
Fróðlegar fréttir af dönskum krötum, meðan prímadonna í systurflokki leyfir sér billeg mótmæli
Helga Vala Helgadóttir alþingiskona gat ekki neitað sér um veizluföngin á fullveldishátíð Kjararáðsklúbbsins þrátt fyrir stóryrði hennar og manns hennar um forseta danska þingsins; veizluna sat hún með Piu, þar til Pia tók til máls: Án þess að Helga Vala vissi (rétt eins og á Þingvöllum) hvað Pia myndi ræða, rauk hún þá burt. Ekki fylgdi sögunni hvort Grímur maður hennar hvarf þá á braut með henni eða lauk fyrst við dessertinn.
En á Eyjusíðu Egils Helgasonar kom fram athyglisverð umræða, vitaskuld opinber og því ugglaust í lagi að vitna til hennar hér, því að hún upplýsir betur um ástand mála og umræðuhefð í Danmörku á síðustu misserum, því að þessir tveir, sem tóku til máls á Eyjuvef Egils, virðast staðkunnugir í Danmörku:
Hafa menn ekkert verið að fylgjast með dönskum stjórnmálum undanfarið? Ástandið er nú bara þannig að Pia Kjærsgård þykir ekki lengur öfgafullur stjórnmálamaður í Danmörku, annars væri hún varla valin formaður þingsins.
- Pétur K Hilmarsson
- (svarar hér Þorsteini):
- Mette hefur kveðið mjög fast að orði um að islam og gildi danskt samfélags fari ekki saman. Danskir kratar vilja m.a. að flóttamenn í Danmörku verði flutt í búðir í Norður-Afríku á meðan verið sé að afgreiða umsóknir þeirra um vernd. Þetta er staðan í þessum málaflokki í dönskum stjórnmálum í dag (svipað ástand í Noregi og aðeins að breytast í Svíþjóð líka). Það eru ekki bara "öfga hægri flokkar" sem hafa mjög harða stefnu í innflytjendamálum lengur. Það var bara það sem ég vildi koma að. Það er eins og sumir haldi hér á landi að flokkur formanns löggjafarþings Danmerkur sé einstakur hvað þetta varðar og að Danir séu að vanvirða okkur með því að senda slíkan fulltrúa á þennan viðburð.
Brá sér einnig frá í kvöldverðinum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Innflytjendamál | Aukaflokkar: Islam, múslimar, Mið-Austurlönd, Norræn lönd, Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:37 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.