Laugardagur, 30.6.2018
Hverju erum við að bjóða heim með "búsetuúrræði fyrir hælisleitendur"?
Menn geta velt því fyrir sér við lestur viðtengdrar fréttar af nýjum ofbeldisátökum í Stigahlíð, þar sem ríkismannahús var leigt dýrum dómum* undir hælisleitendur sem virðast eiga erfitt með að búa saman í friði og spekt.
Á aðeins nokkrum dögum hafa tvö slík tilfelli orðið þess valdandi, að kalla þurfi lögreglu að staðnum (í fyrra skiptið nægði ekki ekkert minna til en þrír sérsveitarbílar með átta fullbúnum sérsveitarmönnum auk almennra lögreglubíla og lögreglumanna, sjá hér! með mynd).
Vinstri menn og "góða fólkið" hefur þótzt vilja vel fyrir sjá, taka þessa innflytjendur upp á arma sína, jafnvel bjóða þeim ókeypis notkun síns húsnæðis, en minna heyrist um efndirnar! Á meðan fjölgar tilfellum sem þessum.
* Á 1,3 millj. á mánuði!
Jón Valur Jensson.
Barði blóðugur að dyrum í Stigahlíð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Innflytjendamál | Aukaflokkar: Borgarmál, Löggæsla, Stjórnmál og samfélag | Breytt 1.7.2018 kl. 01:28 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.