ESB settur stóllinn fyrir dyrnar af þörfum princípmönnum!

Það borgar sig fljótt fyrir Evrópuþjóðir þegar stjórnvöld í löndum þeirra sýna að þau hafi bein í nefinu gegn ofríki Evrópusambandsins, m.a. í málum flóttamanna og hælisleitenda. Nú hafa Ítalir velt þungu hlassi ESB og haft sín áhrif með tvennum hætti á ákvarðanir á leiðtogafundi ESB í gærkvöldi og fram á nótt. Þetta var hálfgerður neyðarfundur, enda liggur ríkisstjórn Þýzkalands jafnvel við falli vegna þessara mála, Merkel talar sjálf um það flóttamannamálið geti ráðið úrslitum um framtíð bandalagsins! og innanríkisráðherra hennar, formaður kristilega systurflokksins í Bayern, hótar að loka landamærunum algerlega fyrir flóttamönnum, ef ekki næst önnur skapleg niðurstaða.

Aðildarríkjum ESB verður frjálst að opna lokaðar miðstöðvar fyrir flóttamenn. Í þeim eiga þeir að bíða þar til unnið hefur verið úr hælisumsóknum þeirra. Þessi nýja nálgun þykir minna á þær aðferðir sem beitt hefur verið í Bandaríkjunum að undanförnu (mbl.is).

Og þetta var ákveðið á leiðtogafundinum í nótt! Ennfremur var "í nótt bætt sér­stakri yf­ir­lýs­ingu við sam­komu­lagið um að skip sem bjargi flótta­fólki úr sjáv­ar­háska á Miðjarðar­hafi verði að fylgja alþjóðalög­um. Þetta [er] sig­ur fyr­ir for­sæt­is­ráðherra Ítal­íu sem hef­ur neitað að leyfa slík­um skip­um að koma að höfn­um í land­inu" (mbl.is, byggt á orðum Adams Flem­ing, fréttamanns BBC í Brus­sel.

Þessum jákvæðu ummerkjum um gagnsemi andófs ýmissa ESB-ríkja (einkum, hingað til, í Mið-Evrópu, að meðtöldu Póllandi) ber að fagna. En Ítalía er þriðja stærsta efnahagskerfi Evrópusambandsins. Það verður spennandi að fylgjast með framvindu þessara mála og hver úrslitin verða í Þýzkalandi, jafnvel nú um helgina.

Jón Valur Jensson.


mbl.is Heimila lokaðar miðstöðvar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband