Þriðjudagur, 19.6.2018
Er hlaðið undir vanþakkláta og jafnvel hættulega hælisleitendur?
Stigahlíð var til skamms tíma ein dýrasta gatan í borginni. Þar þókknaðist yfirvöldum að fá hús til afnota, starfrækja þar gistiheimili fyrir erlenda ríkisborgara sem óska hér eftir alþjóðlegri vernd. Sérsveit lögreglunnar var kölluð þangað í gærkvöldi: "þrír sérsveitarbílar með átta fullbúnum sérsveitarmönnum auk almennra lögreglubíla og lögreglumanna" (mbl.is). Minna dugði ekki til!
Að minnsta kosti einn var handtekinn í hverfinu. "Að sögn sjónarvotta hafði sá handtekni verið með stórt eggvopn innanklæða" (mbl.is).
Nú þegar hafa hælisleitendur eða flóttamenn framið hér tvö morð. Þykjast stjórnvöld geta treyst því, að flóttamenn sem koma hingað af stríðssvæðum, einkum karlmenn sem gegnt hafa herþjónustu eða verið meðal uppreisnarmanna, séu æskilegir nýbúar í landinu? Hér er ekki verið að tala um fjölskyldumenn, sem lifa reglusömu lífi, heldur einstaklinga sem hingað koma rótlausir og jafnvel illa áttaðir, óvanir því frelsi sem hér ríkir eða ekki að fullu sáttir við það hverjir gista með þeim í hinu opinbera skjóli.
Eiga Íslendingar jafnvel, þrátt fyrir takmarkaðan fjölda flóttamanna og hælisleitenda hér enn sem komið er, miðað við stærri lönd Evrópu, eftir að upplifa hér eitthvað af þeim alvarlegu vandamálum sem eru farin að hrjá Norðurlandaþjóðir vegna slíks aðkomufólks, sem og bæði Þjóðverja og Austurríkismenn og Frakka, Hollendinga og Belgja að auki?
Síðan hvenær hefur það talizt óráðlegt að fara varlega að málum?
Jón Valur Jensson.
![]() |
Sérsveitin kölluð út í Stigahlíð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Innflytjendamál | Aukaflokkar: Islam, múslimar, Mið-Austurlönd, Löggæsla, Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 23:54 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.