Þriðjudagur, 12.6.2018
Með hundraða milljóna gripdeildum tekst margt, þó ekki allt!
Eins og Trölli stal jólunum rændu Turnarnir 15 af 23 borgarfulltrúum. En nýr "meirihluti" er með 46,35% atkvæða. Meirihluti borgarbúa er bæði með öðrum flokkum (53,65%) og á móti Borgarlínu og "Miklubraut strax í stokk"!
Ránið fólst í hundruðum millj.kr. beint til flokksskrifstofa Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar, úr vösum skattborgara, með ákvörðun þeirra á Alþingi EFTIR kosningarnar í haust, án þess að hafa sagt kjósendum hvað til stóð!
En þrátt fyrir gripdeildirnar eru vinstri flokkarnir auk "Viðreisnar" með minnihluta borgarbúa að baki sér og ætla samt að ausa 91 milljarði í galin samgönguverkefni þótt það fé hafi þau hvorki í borgar- né ríkissjóði!
Og í Spegli Rúv sagði fulltrúi gerviminnihlutans í kvöld: "Ungt fólk vill ekki eiga bíl"! Samt er 16 ára dóttir undirritaðs strax farin að safna sér fyrir milljón króna bíl, með sinni vinnu með fullu námi og er í ökutímum að auki
Þessir ójarðtengdu álfar í borgarstjórn virðast búa í eigin sýndarveröld. Og alvarlegast er það í samgöngumálum Reykjavíkur, þar sem þau beinlínis vilja hægja á allri umferð, eins og skýrt er komið í ljós fyrir þessar kosningar og taka þess vegna harða afstöðu gegn bæði mislægum gatnamótum og grænni bylgju umferðarljósa, þar sem allir eiga þó að komast um stofnbrautir á um 60-65 km hraða án þess að þurfa að stoppa og menga þá ótæpilega (gangandi bílar í kyrrstöðu menga mest). Um þetta hefur verið fjallað hér í mörgum pistlum JVJ, sem og af öðrum eins og Bjarna Jónssyni verkfræðingi og Özuri Lárussyni, framkvæmddastjóra Bílgreinasambandsins.
Í staðinn lofa þau "Borgarlínu" upp í ermina, 70 milljarða framkvæmd sem þau eiga nánast ekki eyri fyrir! Og höfuðlygarinn og helzti svikahrappurinn þar er Dagur B. Eggertsson sem lofaði "Borgarlínu strax!" fyrir kosningar! Ef það "strax" kemur ekki innan 2ja-3ja ára, hvað þýðir "strax í huga þess manns? En fjármögnun hefur hann enga í þetta!
Það var ekki hægt að koma neinu viti fyrir þetta fólk í vinstri flokkunum, og það mun verða þeim að falli, þótt sá erfiði lærdómur kunni að taka fjögur ár í viðbót.
Lygins verður mikil mæðan,
mjög þótt stæri sig af konum.
Engin reynist innistæðan
öllum fyrir loforðonum.
Jón Valur Jensson
Meginflokkur: Borgarmál | Aukaflokkar: Spilling í stjórnmálum, Stjórnmál og samfélag, Viðskipti og fjármál | Breytt 30.6.2018 kl. 10:45 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.