Þriðjudagur, 12.6.2018
Gegn stjórnarskrá!
Ef alþingi samþykkir persónuverndarfrumvarpið (ESB-lög), er það brot á stjórnarskránni. Forseta vorum ber að hafna því og setja það í þjóðaratkvæðagreiðslu. Söfnun undirskrifta til forseta Íslands þarf að fara fram þegar í stað til að koma í veg fyrir slíkan ófögnuð.
Með því að afsala stjórnvaldi og æðsta dómsvaldi yfir til annars stjórnvalds, dómstóls eða ríkis er framið brot á stjórnarskránni. Þetta þyrftu alþingismenn að vita áður en þeir samþykkja lög sem veita slíkt vald.
Guðmundur Þorleifsson, formaður Íslensku þjóðfylkingarinnar.
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Evrópumál, Spilling í stjórnmálum, Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 14:53 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.