Föstudagur, 25.5.2018
Skammarleg vanræksla Ríkis-Sjónvarpsins við lýðræðið
Að skammta átta flokkum í einu að nota eina klst. allt í allt til að kynna kjósendum stefnu sína og takast á um stefnumál er fáránleg nízka og vanræksla af hálfu Efstaleitis-manna. Hitt gátu þeir: tekið að sér að bæta á sig aukavinnu vikum saman með því að búa til eigin þætti, þar sem þeir ábúðarmiklir töldu sig þurfa að kenna fávísum, sauðsvörtum almúganum, í hverju sveitarstjórnarmál séu fólgin!
Hér hefði verið leikur einn að hafa þetta með allt öðrum hætti og til dæmis, í einföldustu mynd, að skipta frambjóðendum framboðanna sextán upp í fjóra fjögurra manna hópa, sem hver um sig fengi heilt kvöld til viðbótar við það, sem hér mátti sjá í kvöld (með 2 x 8 manns á 1 + 1 klst). Hver hópur fjögurra framboða hefði, til að ná góðri yfirferð og meiri representation, mátt hafa tvær klukkustundir á sínu kvöldi: eina með oddvita hvers flokks og svo aðra með öðrum fulltrúa eða fulltrúum sama flokks, gjarnan þremur í heild.
Þetta, sem við sáum í kvöld, kom allt of seint og var allt of lítið! Já, vitaskuld er það of lítið til kynningar á framboðum að gefa hverju þeirra einungis 1/8 úr brúttó-klukkustund með öðrum! Það lýsir harla takmarkaðri virðingu fyrir rétti fólks á upplýstu, lýðræðislegu vali og ákvörðun á kjördag sem standa skal í heil fjögur ár með öllum sínum afleiðingum!
Jón Valur Jensson, sem skipar 4. sæti á lista Íslensku þjóðfylkingarinnar í borgarstjórnarkosningunum.
Þetta eru ansi langar pípur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:14 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.