Miðvikudagur, 16.5.2018
Dagur B. auglýsir enn falsbeitur til að fá atkvæði, felur rækilega svik sín í húsnæðismálum
Aðal-kosningamál Dags getur hann aldrei efnt, hvorki Borgarlínu né stokk í Miklubraut; hann hefur ekki þá 70+21 milljarða sem þær framkvæmdir kosta að lágmarki; fjármálaráðherra hefur staðfest, að ekki getur ríkissjóður hlaupið þarna undir bagga með þessum áformum, sem ekkert samráð var haft um við ríkið. Dagur B. mundi bara halda áfram að stefna borginni niður á við, með flótta íbúa þaðan til annarra sveitarfélaga og með sinni algeru skortstefnu í húsnæðismálum miðlungs- og lágtekjufólks og fyrstu kaupenda, sem nú dúsa mun lengur í foreldrahúsum en áður var raunin.
Mæling á áhuga kjósenda birtist í dag í niðurstöðum skoðanakönnunar Útvarps Sögu. Þar fær Sjálfstæðisflokkur 6,6 sinnum fleiri atkvæði en Samfylkingin! --- jafnvel Íslenska þjóðfylkingin nýtur þar 3,4 sinnum meira trausts en flokkur Dags B., enda eru hlustendur þar mjög meðvitaðir um svik Dagsliðsins við venjulegt alþýðufólk, á meðan Dagur B. & Co. hafa dekrað við verktaka og fasteignafélög, leyft þeim að afskrifa geysilegar skuldir án þess að ganga að eignum þeirra, en innheimta t.d. sömu lóðagjöld af lágtekjumanni vegna 55 fm íbúðar eins og af vel stæðum manni með 150 fm íbúð!! Þá hækkuðu lóðagjöldin um rúml. 500% meira heldur en hækkun byggingarvísitölu var á sama tíma, og birtist í því OKUR-stefna Dags B. & Co., sem á sinn stóra þátt í verðbólgu á húsnæðismarkaði (sjá https://thjodfylking.blog.is/blog/thjodfylking/entry/2215850/ sem vísar í ýtarlega úttekt Viðskiptablaðsins sem heimild).
Íslenska þjóðfylkingin hækkar enn jafnt og þétt í skoðanakönnun Útvarps Sögu, úr 6,42% í fyrri könnun 12. apríl upp í 8,38% nú, kannski meðfram vegna frábærrar frammistöðu 3. manns okkar á listanum, Jens G. Jenssonar skipstjóra, í stórfróðlegri innhringingu hans í þátt Péturs Gunnlaugssonar í morgun (samtalið ætti að heyrast endurtekið nú eftir kl. 19.30 í kvöld).
Hér er fjallað nánar um niðurstöðu skoðanakönnunar Útvarps Sögu.*
JVJ.
* https://jonvalurjensson.blog.is/blog/jonvalurjensson/entry/2216674/
Stjórnvöld leysi húsnæðisvandann | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Húsnæðis-, leigjenda- og íbúðaskuldamál | Aukaflokkar: Borgarmál, Fjármál, Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:15 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.