Guðmundur tók strax fram í upphafskynningu á stefnu flokksins að flokkurinn ætli að draga til baka loforð um lóð undir mosku í Reykjavík, að flokkurinn ætli að gera ferðir með strætó fríar fyrir námsmenn og að flokkurinn ætli að endurreisa Verkamannabústaðakerfið og koma fátækum Íslendingum í húsaskjól. Til að greiða fyrir umferð í Reykjavík ætlar flokkurinn að reisa mislæg gatnamót og minnka svifryk með því að láta sópa götur reglulega líkt og er gert í okkar nágrannalöndum. Guðmundur gat líka komið því að, að flokkurinn ætlar að endurreisa véladeild Reykjavíkur (oft kallað bæjarvinnan hér áður fyrr).
Aðrir flokkar í þessum kosningaþætti voru mjög uppteknir af því að lofa frekara fjáraustri í að taka hér á móti sem flestum hælisleitendum og vildu að börn hælisleitenda gengju fyrir í menntakerfinu.
Það er þvert á stefnu Íslensku þjóðfylkingarinnar sem ætlar að rifta öllum samningum við Útlendingastofnun og Rauða krossinn um að hælisleitendur gangi fyrir í húsnæði og skóla á vegum borgarinnar.
Helgi Helgason. Höfundur er menntaskólakennari og varaformaður ÍÞ.
* Guðmundur Karl kemur fram í Rúv-þættinum þegar um hálftími er liðinn frá upphafi hans og áfram annað veifið næsta hálftímann, ásamt fulltrúum annarra flokka.
Hér er mynd af forystu Íslensku þjóðfylkingarinnar, frá vinstri til hægri: Geir Harðarson ritari, Guðmundur Þorleifsson formaður og Helgi Helgason varaformaður:
Athugasemdir
Akkurat - ENGINN MOSQUE.
Merry, 8.5.2018 kl. 23:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.