Lítil ánægja með stjórnmálastéttina; hrun Samfylkingar heldur áfram

Áberandi er í nýrri könnun Frétta­blaðs­ins, að 49,2% gefa ekki upp neinn flokk sem þau vilji kjósa! Heil 21,3% vildu ekki svara, 16,6% sögðust óákveðin, 11,3% ætla ekki að kjósa eða hyggjast skila auðu. En meðal þeirra, sem einna sízt vilja svara spurningu blaðamanna hins vinstri sinnaða Fréttablaðs, eru þeir mörgu, sem hafna innflytjenda­stefnu vinstri flokkanna, einkum stuðningsmenn Íslensku þjóðfylk­ingarinnar, sem fekk 6,42% í skoðanakönnun á vef Útvarps Sögu 12. þ.m., sjá https://thjodfylking.blog.is/.../thjodfylking/entry/2214640/

Þrátt fyrir orðalag Fréttablaðsins: "Samfylkingin fylgir fast á hæla Sjálfstæðis­flokknum," skilja nú heil 4,5% á milli flokkanna. Svo langt hefur Dagur dregizt aftur úr Eyþóri Arnalds, en hafði áður verið með mesta fylgið.

Svo er þess naumast farið að gæta hér, sem upp komst innan við sólarhring fyrir þessa könnun: þ.e. að skýjaborgir Dags um Borgarlínu og að setja Miklu­braut í stokk eru í raun HRUNDAR, verða aldrei að veruleika á þessu kjör­tímabili, hvorki til þess peningar í borgarsjóði né í ríkissjóði, samkvæmt upplýsingum fjármála­ráðherra á Alþingi í fyrradag, og Vegagerðin kemur af fjöllum að heyra um þennan Miklubrautar-stokk upp á 21 milljarð, og hefur hún þó æðsta framkvæmdavald um þá stofnbraut!

Þessir tveir rándýru útgjaldapóstar eru hvergi inni á framkvæmda­áætlun vegamála, sem nú hefur þó fengið um 25% aukið framlag ríkissjóðs, enda mikil þörf á því vegna lélegs ástands þjóðvega og nauðsynjar á að fækka einbreiðum brúm. Það er borin von hinna veruleika­firrtu vinstri manna í Reykjavík, að þeir geti látið ríkið draga sig að landi með sín hraustlega svæsnu kosninga­loforð. En borgin sjálf gæti ekkert áorkað í þessu efni án aukinnar lántöku, sem hún hefur hins vegar ekkert lánstraust til, enda eitt verst stæða sveitarfélagið!

PS. Í skoðanakönnun á vef Útvarps Sögu frá hádegi í gær til hádegis í dag var spurt: Telur þú að borgarmeirihlutinn muni falla í komandi kosningum? Þar svöruðu 84,88% JÁ, 12,4% NEI, en 2,7% voru hlutlaus. Þetta eru mjög afgerandi niðurstöður.

Jón Valur Jensson.


mbl.is Sjálfstæðisflokkurinn stærstur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband