Þriðjudagur, 24.4.2018
100-190 ma. Borgarlína & Miklubrautarstokkur "strax", aðal-kosningaloforð Dags, gufa upp í einni svipan, er SDG og BB sjá, að sjónhverfingamaðurinn er berrassaður
SDG: Ég skildi svar ráðherra sem svo að það sé ekki svigrúm hjá ríkinu til að fjármagna þessi verkefni. Borgaryfirvöld geta ekki vænst þess að fá fjármagn í borgarlínu eða að setja Miklubraut í stokk úr ríkissjóði.
BB: Fjórðungsaukning til vegamála er mikið átak, hvernig sem menn vilja líta á það. "Það mun ekki duga til að standa undir tugmilljarða verkefni eins og borgarlínan er."
Þar með hafa stórkarlalegustu kosningaloforð Dags B. Eggertssonar reynzt vera undirstöðulaus -- allt heila klabbið blásið af í tveimur ræðum, enda er fjármagn ekki til fyrir þessum ga-ga-eyðsluverkefnum og enginn vilji hjá landstjórninni til að draga ábyrgðarlausan gasprarann að landi; hann getur blaðrað á eigin ábyrgð, ekki fjármálaráðherrans né ríkissjóðs!
PS. Vinstri menn í borgarstjórn tala um, að Borgarlínan kosti 80 milljarða, en aðrir hafa spáð allt að 170 milljörðum króna. Miklubrautarstokkurinn á að kosta 21 milljarð króna, en við gerð hans mundi þurfa að beina mestallri umferð burt; met yrðu slegin í umferðarhnútum við Sæbraut, Bústaðaveg og fleiri helztu götur.
PPS. Vitaskuld tókst Fréttablaðinu í dag að þegja algerlega um þessi tíðindi frá Alþingi í gær! Þau ætla ekki að taka þátt í því að opinbera það hvernig þessi spilaborg Dags er hrunin: fótunum algerlega kippt undan tveimur helztu kosningaloforðum hans!
Jón Valur Jensson.
Sigmundur spurði Bjarna um borgarlínu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Borgarmál | Aukaflokkar: Stjórnmál og samfélag, Sveitarstjórnarkosningar, Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 12:36 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.