Mánudagur, 9.4.2018
Viktor Orban vinnur enn kosningar, verður forsætisráðherra Ungverja í 3. sinn í röð
Fidesz, flokkur forsætisráðherrans og þjóðernissinnans Viktor Orban, er með um helming atkvæða og mikinn meirihluta þingsæta í kosningunum í Ungverjalandi. Hann verður nú forsætisráðherra þriðja kjörtímabilið í röð.
Flokkur Orbans var með rúmlega 49% atkvæða þegar 64% atkvæða höfðu verið talin. Kjörsókn var tæp 69%, en um 7,9 milljón Ungverja eru á kjörskrá. (Mbl.is)
Nach Schätzungen von Wahlforschern wird Fidesz auf 133 Mandate im 199-sitzigen Parlament kommen und erreicht damit eine Zweidrittelmehrheit. "Wir haben gewonnen, Ungarn hat einen großen Sieg errungen", rief Orbán seinen jubelnden Anhängern zu.
Damit kann Orbán zum dritten Mal allein regieren. Orbán regiert seit 2010, es wäre seine vierte Amtszeit. Vor vier Jahren hatte Fidesz mit 43 Prozent der Stimmen 133 Mandate und damit eine verfassungsändernde Zweidrittelmehrheit gewonnen. (Die Zeit)
Hann hefur því stóraukið fylgi sitt meðal þjóðarinnar og í ungverska þinginu. Það ætti að senda ráðamönnum í Brussel ótvíræð skilaboð um að þeirra stefna í innflytjendamálum er óvinsæl og stenzt ekki til lengdar.
Fidesz-flokkurinn hefur orðið æ íhaldssamari, þjóðernissinnaðri og einarðari í afstöðu sinni gegn innflytjendum, flóttafólki og afskiptum Evrópusambandsins af innri málefnum Ungverjalands undanfarin ár.
Kjörstaðir opnuðu klukkan sex í morgun í mætti Orban sjálfur snemma á kjörstað í Budapest. Þetta er land sem hefur alltaf staðið sig, þannig að við getum treyst fólkinu og ég mun sætta mig við ákvörðun þeirra, sagði Orban. (Mbl.is)
Þessum niðurstöðum munu allir þeir, sem vilja ekki frekari landvinninga islams í Evrópu, fagna.
Í annarri grein í Die Zeit, frá síðastliðnu sumri, kemur fram, að Viktor Orban er "der cleverste Nationalist innerhalb der [Europäischen] Union" og leikur sér að því að komast þangað sem hann vill.
JVJ.
![]() |
Flokkur Orban með meirihluta |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Evrópumál | Aukaflokkar: Innflytjendamál, Stjórnmál og samfélag, Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 15:19 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.