Sunnudagur, 11.3.2018
Ánægjulegar fréttir frá Frakklandi -- og Íslandi!
Jean-Marie Le Pen, stofnandi Front National, var sviptur heiðursfélaga-nafnbót á þingi flokksins í dag, en áður rekinn úr honum 2016 vegna ósæmilegra ummæla um helför Gyðinga undir valdi nazista. Þetta er ánægjulegt og til marks um andstöðu Marine Le Pen við allar öfgar í flokknum.
Ennfremur var ákveðið að breyta nafni flokksins í Rassemblement National, úr Þjóðfylkingu í Þjóðarbandalag.
Enskt heiti Íslensku þjóðfylkingarinnar er, vel að merkja, ekki National Front (sem minnir á suma öfgaflokka), heldur The Icelandic National Alliance.
Flokkurinn stefnir á framboð til borgarstjórnar Reykjavíkur í vor. Allir áhugasamir eru hvattir til að hafa samband við flokksskrifstofuna í síma 789-6223
JVJ.
Le Pen vill nýtt nafn á flokkinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Innanflokksmál, Islam, múslimar, Mið-Austurlönd, Borgarmál | Breytt s.d. kl. 20:30 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.